Viðskipti innlent

Húsfyllir á fundi VIB með eldri borgurum í Kópavogi

VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka og Landssamband eldri borgara héldu sinn annan fræðslufund um sparnað í gærdag. Húsfyllir var á fundinum, sem haldinn var í félagsheimili eldri borgara við Gullsmára í Kópavogi, en alls mættu um 180 manns á fundinn.

Í tilkynningu segir að þetta er annar fundur VÍB um sparnað og fjármal eldri borgara en í bæði skiptin hefur verið húsfyllir sem sýnir mikinn áhuga á meðal eldri borgara á málefnum sem lúta að sparnaði.

Helgi K. Hjálmsson formaður Landssambands eldri borgara hélt stutta tölu við upphaf fundarins og fagnaði hann framtaki VÍB og sagði afar mikilvægt að gefa þessum hópi tækifæri á fræðslu um sparnað og tengd málefni, sérstaklega í því efnahagsumhverfi sem nú ríkir.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB fjallaði því næst um þau málefni sem brenna á eftirlaunaþegum, meðal annars sem snúa að öryggi, ávöxtun, sköttum og greiðslum Tryggingastofnunar. Í lok fundar var fundarmönnum boðið að bera fram spurningar og fóru fram líflegar umræður meðal fundarmanna.

VÍB mun halda samskonar fundi um allt land í samvinnu við Landsamband eldri borgara. Búið er að skipuleggja fundi fyrir eldri borgara í Hafnarfirði, Akureyri og á Reyðarfirði í febrúar og mars. Næsti fræðslufundur Landssambands eldri borgara og VÍB verður í Hafnarfirði þann 16. febrúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×