Íslenski boltinn

Jósef búinn að skrifa undir þriggja ára samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jósef Kristinn Jósefsson og Grétar Hjartarson eru báðir farnir frá Grindavík.
Jósef Kristinn Jósefsson og Grétar Hjartarson eru báðir farnir frá Grindavík. Mynd/Vilhelm
Jósef Kristinn Jósefsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við búlgarska liðið PSFC Chernomorets Burgas en hann var á reynslu hjá liðinu í síðasta mánuði. Þetat kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

Grindavík selur Jósef til búlgarska liðsins en upphæðin er sögð vera trúnaðarmál í fréttinni á Grindavíkursíðunni. Keppni í búlgörsku deildinni hefst aftur á morgun eftir vetrarfrí en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á sunnudaginn.

„Við fögnum því að Grindvíkingur í húð og hár sem alinn er upp hér í félaginu fái þetta tækifæri. Jósef er vel að því kominn, hann hefur lagt mikið á sig við æfingar og í leikjum og hefur alla burði til þess að ná langt í boltanum,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildar við heimasíðu Grindavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×