Enn er beðið eftir lausn á skuldavandanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 1. júní 2011 06:00 Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll veitti Framsókn minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vernd fram að kosningum gegn því að hún uppfylltri þrjú skilyrði. Efst á blaði var að stjórnin þyrfti að ráðast tafarlaust í aðgerðir í skuldamálum heimila og fyrirtækja. Þá þegar, í janúar 2009, var þörfin fyrir slíkar aðgerðir orðin knýjandi og ráðaleysi sitjandi ríkisstjórnar í þeim efnum var ein meginástæða þess að henni var ekki sætt. Undir umræðu um að öllu yrði stefnt í upplausn ef ekki kæmist á starfhæf ríkisstjórn þá og þegar, handsöluðum við samkomulag við nýju stjórnarflokkana þess efnis að ef þeir skiluðu ekki innan fárra daga tillögum að því hvernig tekið yrði á skuldavandanum myndum við leggja þeim til útfærðar tillögur. Þegar u.þ.b. þrjár vikur voru liðnar hafði stjórnin enn ekki lagt fram tillögur um það hvernig hún hygðist útfæra skuldaleiðréttingu. Við lögðum því fram okkar eigin tillögur sem við höfðum unnið með aðstoð þeirra sem best þekktu til. Tillögurnar 18 fólu í sér heildaráætlun um hvað þyrfti að gera til að takast á við efnahagsvandann og snérust bæði um skuldaleiðréttingu og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Eins og flestir muna urðu þessar tillögur tilefni einhverrar mestu áróðursherferðar sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum. Talsmenn flokkanna sem við höfðum falið það traust að framkvæma hinar nauðsynlegu aðgerðir, og nokkur fjöldi sjálfstæðismanna, unni sér ekki hvíldar við að troða tillögurnar í svaðið. Á þessum tíma voru lánasöfn banka mjög lágt metin. Lánasöfn, m.a. fasteignalánasöfn, breskra og bandarískra banka í vanda voru í sumum tilvikum seld á um og undir 10% af nafnvirði. Ísland var á þessum tíma skilgreint sem gjaldþrota land og lánasöfn bankanna undirmálslán í gjaldþrota bönkum í gjaldþrota landi. Þetta birtist m.a. í verði skuldabréfa bankanna sem seld voru á allt niður í 1% af nafnverði. Það var því vandalaust fyrir ríkið sem þá stýrði bönkunum að flytja lánasöfnin yfir á hrakvirði og láta umtalsverðar afskriftir ganga áfram til lántakenda. Þrætt var fyrir að slíkt væri gerlegt en þegar leið að kosningum komumst við að tilvist skýrslna Deloitte og Oliver Wyman þar sem mat var lagt á verðmæti eignasafna bankanna. Það mat gaf tilefni til að flytja lánasöfnin yfir á verulegum afslætti og tækifæri til að láta þann afslátt ganga áfram til skuldara, a.m.k. að hluta til. Fram á síðasta dag fyrir kosningar vorum við sögð fara með fleipur. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar viðurkenndi þó fjármálaráðherra tilvist skýrslnanna en sagði að þær væru lokaðar inn í sérstökum klefa í fjármálaráðuneytinu. Leyniklefa með dulkóðaðri læsingu sem ekki einu sinni hann hafði aðgang að. Eftir kosningar 2009 hélt Framsókn áfram að færa rök fyrir því að það væri sanngjarnt, hagkvæmt, nauðsynlegt og framkvæmanlegt að ráðast í skuldaleiðréttingu. Við vöruðum mjög við þeirri leið sem var farin við stofnun nýju bankanna. Bentum á að myntkörfulán kynnu að verða dæmd ólögmæt og því þyrfti að taka tillit til þess við stofnun bankanna. Við lögðum áherslu á að önnur leið yrði farin og útlistuðum (m.a. í þingsályktunartillögu) hvernig æskilegast væri að standa að stofnun bankanna svo að áhætta ríkisins yrði lítil og bankarnir traustir og í stakk búnir til að sinna hlutverki sínu við endurreisn efnahagslífsins og fjármögnun atvinnusköpunar. En ríkisstjórnin fór framhjá þinginu við stofnun nýju bankanna og framhaldið þekkja allir. Þrátt fyrir að Ísland hafi á margan hátt verið betur í stakk búið til að hefja efnahagslega endurreisn og ná upp hagvexti eftir fjármálakrísuna en flest önnur vestræn ríki hefur ríkt hér stöðnun eða samdráttur í tvö og hálft ár. Skuldirnar og óvissan um framtíðina liggja eins og farg á heimilum og fyrirtækjum landsins. Framsókn hefur í vel á þriðja ár varað við því að verið væri að hverfa frá hálfkláruðu verki. Gripið hefði verið til aðgerða til að verja eignir en stjórnvöld ættu eftir að huga að skuldunum. Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn bankanna sýnir að sú var raunin. Nú eru meira að segja bankarnir sjálfir farnir að ganga lengra en ríkisstjórnin mæltist til varðandi afskriftir því að það kemur sífellt betur í ljós að efnahagsvandinn liggur í skuldsetningunni og hún skaðar samfélagið allt. Margt fleira kemur fram í hinni merkilegu skýrslu, m.a. það að litið var á breska og hollenska ríkið sem meginkröfuhafa bankanna frá upphafi en ekki Innistæðutryggingarsjóðinn eða íslenska ríkið. Bretar og Hollendingar höfðu því veruleg áhrif á hvaða leið var farin. M.ö.o. það var ekki litið svo á að Íslendingar bæru ábyrgð á Landsbankanum (og ættu þar með kröfur á hann). Ég er enn sannfærður um að með skynsamlegri stefnu og með því að nýta þau tækifæri sem enn eru til staðar í landinu getum við mjög fljótt snúið vörn í sókn. Allt veltur það á því að breytt verði um stefnu við stjórn landsins. Það viljum við í Framsókn gera og þannig halda ótrauð áfram baráttu fyrir bjartri framtíð Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll veitti Framsókn minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vernd fram að kosningum gegn því að hún uppfylltri þrjú skilyrði. Efst á blaði var að stjórnin þyrfti að ráðast tafarlaust í aðgerðir í skuldamálum heimila og fyrirtækja. Þá þegar, í janúar 2009, var þörfin fyrir slíkar aðgerðir orðin knýjandi og ráðaleysi sitjandi ríkisstjórnar í þeim efnum var ein meginástæða þess að henni var ekki sætt. Undir umræðu um að öllu yrði stefnt í upplausn ef ekki kæmist á starfhæf ríkisstjórn þá og þegar, handsöluðum við samkomulag við nýju stjórnarflokkana þess efnis að ef þeir skiluðu ekki innan fárra daga tillögum að því hvernig tekið yrði á skuldavandanum myndum við leggja þeim til útfærðar tillögur. Þegar u.þ.b. þrjár vikur voru liðnar hafði stjórnin enn ekki lagt fram tillögur um það hvernig hún hygðist útfæra skuldaleiðréttingu. Við lögðum því fram okkar eigin tillögur sem við höfðum unnið með aðstoð þeirra sem best þekktu til. Tillögurnar 18 fólu í sér heildaráætlun um hvað þyrfti að gera til að takast á við efnahagsvandann og snérust bæði um skuldaleiðréttingu og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Eins og flestir muna urðu þessar tillögur tilefni einhverrar mestu áróðursherferðar sem sést hefur í íslenskum stjórnmálum. Talsmenn flokkanna sem við höfðum falið það traust að framkvæma hinar nauðsynlegu aðgerðir, og nokkur fjöldi sjálfstæðismanna, unni sér ekki hvíldar við að troða tillögurnar í svaðið. Á þessum tíma voru lánasöfn banka mjög lágt metin. Lánasöfn, m.a. fasteignalánasöfn, breskra og bandarískra banka í vanda voru í sumum tilvikum seld á um og undir 10% af nafnvirði. Ísland var á þessum tíma skilgreint sem gjaldþrota land og lánasöfn bankanna undirmálslán í gjaldþrota bönkum í gjaldþrota landi. Þetta birtist m.a. í verði skuldabréfa bankanna sem seld voru á allt niður í 1% af nafnverði. Það var því vandalaust fyrir ríkið sem þá stýrði bönkunum að flytja lánasöfnin yfir á hrakvirði og láta umtalsverðar afskriftir ganga áfram til lántakenda. Þrætt var fyrir að slíkt væri gerlegt en þegar leið að kosningum komumst við að tilvist skýrslna Deloitte og Oliver Wyman þar sem mat var lagt á verðmæti eignasafna bankanna. Það mat gaf tilefni til að flytja lánasöfnin yfir á verulegum afslætti og tækifæri til að láta þann afslátt ganga áfram til skuldara, a.m.k. að hluta til. Fram á síðasta dag fyrir kosningar vorum við sögð fara með fleipur. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar viðurkenndi þó fjármálaráðherra tilvist skýrslnanna en sagði að þær væru lokaðar inn í sérstökum klefa í fjármálaráðuneytinu. Leyniklefa með dulkóðaðri læsingu sem ekki einu sinni hann hafði aðgang að. Eftir kosningar 2009 hélt Framsókn áfram að færa rök fyrir því að það væri sanngjarnt, hagkvæmt, nauðsynlegt og framkvæmanlegt að ráðast í skuldaleiðréttingu. Við vöruðum mjög við þeirri leið sem var farin við stofnun nýju bankanna. Bentum á að myntkörfulán kynnu að verða dæmd ólögmæt og því þyrfti að taka tillit til þess við stofnun bankanna. Við lögðum áherslu á að önnur leið yrði farin og útlistuðum (m.a. í þingsályktunartillögu) hvernig æskilegast væri að standa að stofnun bankanna svo að áhætta ríkisins yrði lítil og bankarnir traustir og í stakk búnir til að sinna hlutverki sínu við endurreisn efnahagslífsins og fjármögnun atvinnusköpunar. En ríkisstjórnin fór framhjá þinginu við stofnun nýju bankanna og framhaldið þekkja allir. Þrátt fyrir að Ísland hafi á margan hátt verið betur í stakk búið til að hefja efnahagslega endurreisn og ná upp hagvexti eftir fjármálakrísuna en flest önnur vestræn ríki hefur ríkt hér stöðnun eða samdráttur í tvö og hálft ár. Skuldirnar og óvissan um framtíðina liggja eins og farg á heimilum og fyrirtækjum landsins. Framsókn hefur í vel á þriðja ár varað við því að verið væri að hverfa frá hálfkláruðu verki. Gripið hefði verið til aðgerða til að verja eignir en stjórnvöld ættu eftir að huga að skuldunum. Skýrsla fjármálaráðherra um endurreisn bankanna sýnir að sú var raunin. Nú eru meira að segja bankarnir sjálfir farnir að ganga lengra en ríkisstjórnin mæltist til varðandi afskriftir því að það kemur sífellt betur í ljós að efnahagsvandinn liggur í skuldsetningunni og hún skaðar samfélagið allt. Margt fleira kemur fram í hinni merkilegu skýrslu, m.a. það að litið var á breska og hollenska ríkið sem meginkröfuhafa bankanna frá upphafi en ekki Innistæðutryggingarsjóðinn eða íslenska ríkið. Bretar og Hollendingar höfðu því veruleg áhrif á hvaða leið var farin. M.ö.o. það var ekki litið svo á að Íslendingar bæru ábyrgð á Landsbankanum (og ættu þar með kröfur á hann). Ég er enn sannfærður um að með skynsamlegri stefnu og með því að nýta þau tækifæri sem enn eru til staðar í landinu getum við mjög fljótt snúið vörn í sókn. Allt veltur það á því að breytt verði um stefnu við stjórn landsins. Það viljum við í Framsókn gera og þannig halda ótrauð áfram baráttu fyrir bjartri framtíð Íslands.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun