Viðskipti innlent

Sparisjóðir verði þrír til fimm

Mynd/Stefán Karlsson
Starfshópur á vegum sparisjóðanna með aðkomu Bankasýslu ríksins leggur til að sparisjóðir á landinu verði sameinaðir í þrjá til fimm svæðisbundna sparisjóði. Hópurinn segir mikilvægt að sýna að sparisjóðir stundi sjálfbæra fjármálastarfsemi og hafi samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi. Þeir muni áfram vinna saman að sameiginlegum verkefnum með hagræðingu og sparnað að leiðarljósi. Næstu skref í framkvæmd sameiningaráforma eru á forræði stjórna sparisjóðanna og er sú vinna þegar hafin segir í tilkynningu frá hópnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×