Viðskipti innlent

Raungengi krónunnar birt á morgun

Krónan.
Krónan.

Á morgun mun Seðlabankinn birta raungengi íslensku krónunnar fyrir desembermánuð. Í nóvember síðastliðnum hækkaði það um 0,4% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka.

Þessi þróun var í samræmi við þróunina á nafngengi krónunnar á sama tímabili sem var tæplega 0,5% hærra í nóvember en í október sem og verðlagi sem hækkaði um einungis 0,05% á sama tíma og var verðbólgan þar með nokkuð minni en hún var í okkar helstu nágrannalöndum.

Nokkuð önnur þróun var á nafngengi krónunnar og verðlags milli nóvember og desember. Þannig hafði nafngengi krónunnar lækkað um 0,8% á milli mánaða og verðlag hækkað um 0,3% sem bendir til þess að raungengi krónunnar lækki lítillega á milli nóvember og desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×