Stundin er runnin upp Ólína Þorvarðardóttir skrifar 24. janúar 2011 06:00 Viðfangsefni jafnaðarmanna um allan heim er að tryggja jafnrétti kynslóðanna til auðlindanýtingar, afnema órétt og ójöfnuð og virða mannréttindi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna stendur núna frammi fyrir sögulegu tækifæri til að afnema þann órétt og ójöfnuð sem hlotist hefur af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í 28 ár hafa byggðir landsins liðið fyrir afleiðingar fiskveiðistjórnunarkerfis sem upphaflega var sett á til bráðabirgða og átti að endurskoðast fáum árum síðar. Síðan hafa aflaheimildir safnast á fárra hendur , útgerðarfyrirtæki stækkað, sameinast og fært út kvíar með sókn á erlend mið og markaði. Fiski sem veiddur er í íslenskri lögsögu er í auknum mæli landað í erlendum höfnum þaðan sem hann fer inn í erlendar fiskvinnslustöðvar og skapar þar bæði verðmæti og atvinnu. Hér heima hafa byggðirnar misst frá sér veiðiheimildir, fiskvinnslufyrirtækjum fækkar og byggðarlögin sem áður byggðu atvinnu- og verðmætasköpun á útgerð og fiskvinnslu, standa margar eftir eins og fiður lausir fuglar: Samfélög í sárum sérhagsmunagæslunnar. Arðurinn hefur að mestu runnið inn í útgerðina sjálfa sem á sama tíma hefur skuldsett greinina upp í rjáfur. Á sama tíma hefur tangarhaldið á sjálfri auðlindinni harðnað. Kvótahafarnir, sem upphaflega fengu veiðiheimildir sínar fyrir ekkert, hafa gerst lénsherrar í kerfi þar sem enginn nýliði á sér innkomu von, nema gerast leiguliði forréttindahópsins sem fyrstur fékk gæðunum úthlutað. Kerfið sem upphaflega átti í orði kveðnu að stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna og verðmætasköpun, varð með tímanum uppspretta gífurlegrar verðmætasóunar á hafi úti með brottkast og hráefnissóun, sérhagsmunagæslu, misréttis, stéttaskiptingar innan greinarinnar og byggðaröskunnar. Mörg þúsund störf hafa farið forgörðum í nafni rekstrarhagræðingar og hagkvæmni innan greinarinnar. Sérhagsmunirnir fengu byr undir vængi á kostnað samfélagslegra gilda. Þetta er óréttlætið sem jafnaðarmenn við vilja leiðrétta. Og við erum svo sanngjörn að við viljum gefa stórútgerðinni rúman aðlögunartíma, allt að tuttugu árum. En þó að krafan sé hófsöm og sanngjörn - eða kannski einmitt vegna þess - þá verður ekki frá henni vikið. Við getum ekki vikið frá þeim sanngjörnu markmiðum að tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins: Að taka þjóðhagslega hagkvæmni fram yfir sérhagsmuni, tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna; koma á jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og þar með atvinnufrelsi í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Með heilbrigðum leikreglum og gagnsæi í kerfinu vilja íslenskir jafnaðarmenn efla atvinnulíf og bæta lífsafkomu fólks í byggðum landsins, og eyða um leið hinni margumtöluðu óvissu í sjávarútveginum til framtíðar. Þetta eru markmiðin sem máli skipta. Hugtök og nafngiftir á útfærsluleiðum - fyrning, innköllun/endurhúthlutun, samningsleið, tilboðsleið - skipta litlu máli ef við náum því sem að er stefnt. Ef ég væri skapari nýs fiskveiðistjórnunarkerfis þá myndu mínar forsendur líta svona út: 1) Hið skýra ákvæði fiskveiðistjórnunarlaga um að fiskveiðiauðlindin sé sameign íslensku þjóðarinnar og að nýting hennar myndi ekki eignarrétt yrði fest í stjórnarskrá 2) Nýting og umgengni okkar við fiskveiðiauðlindina héldist í hendur við aðra auðlindanýtingu með tímabundnum afnotarétti og sjálfbærri nýtingu. 3) Allar aflaheimildir yrðu innkallaðar í auðlindasjóð og þær leigðar þaðan á grundvelli leigusamnings þar sem kveðið er á um réttindi og skyldur leigutakans (útgerðarinnar) og leigusalans (auðlindasjóðsins/ríkisins). 4) Leigugjaldið yrði árleg greiðsla (ekki eingreiðsla fyrir langtímasamning). Þar með væri hægt að endurskoða samningana ef ekki er staðið við skilmála og bregðast við breyttum forsendum. Leiguverð aflaheimilda ætti sér stað með uppboði/verðtilboðum samkvæmt nánari útfærslum. 5) Tekjunum sem rynnu í auðlindasjóðinn yrði varið til samfélagslegra verkefna á borð við atvinnueflingu, rannsóknir í sjávarútvegi og eflingu byggða. 6) Til greina kæmi að núverandi kvótahafar fengju við fyrstu úthlutun forleigurétt að umtalsverðum hluta aflaheimildanna - en því aðeins að veiðiheimildirnar verði innkallaðar allar á einu bretti og á forsendum skýrra skilmála í leigusamningi um tímabundna nýtingu. 7) Í hinu nýja kerfi þarf að gæta vel að byggðasjónarmiðum og nýliðunarmöguleikum. Ég tel að samhliða því þurfi að gefa handfæraveiðar frjálsar við strendur landsins. 8) Leiguúthlutun aflaheimilda miðist við magn en ekki hlutdeild. Við fyrstu úthlutun mætti miða við leyfilegt aflamagn yfirstandandi fiskveiðiárs. Viðbótarveiðiheimildir, t.d. vegna stækkunar fiskistofna, rynnu þá beint í auðlindasjóðinn en ekki til útgerðar á grundvelli hlutdeildarkerfis. Með þessu næðist margvíslegur ávinningur: Samræmi við aðra auðlindanýtingu og betri umgengni um auðlindina. Þjóðin sjálf nyti arðs af auðlind sinni. Tekjur rynnu í ríkissjóð. Rekstraröryggi útgerðar yrði tryggara, fjárfestingarþörf minni og áætlanagerð auðveldari. Leiguliðakerfi stórútgerðarinnar yrði úr sögunni, kvótabraskið sömuleiðis. Skuldsetning í sjávarútvegi myndi minnka. Atvinnuöryggið ykist í byggðum landsins og minni hætta yrði á byggðaröskun. Skerpt yrði á réttindum og skyldum hjá bæði útgerð og hinu opinbera gagnvart auðlindanýtingunni. Möguleikar myndu aukast á nýliðun og jafnræði. Verðmyndun aflaheimilda yrði eðlileg. Þetta er að mínu mati mikilvægasta verkefnið í atvinnumálum, byggðamálum og til lengri tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er hluti af endurreisn samfélagsins. Íslenskir jafnaðarmenn geta ekki staðið hjá við uppbyggingu atvinnuveganna og ofurselt þá tilviljanakenndum markaðslögmálum. Nógu lengi hefur sú vegferð staðið og afleiðingar hennar of dýru verði keyptar. Lærum af sögunni. Látum ekki sögulegt tækifæri renna okkur úr greipum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Viðfangsefni jafnaðarmanna um allan heim er að tryggja jafnrétti kynslóðanna til auðlindanýtingar, afnema órétt og ójöfnuð og virða mannréttindi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna stendur núna frammi fyrir sögulegu tækifæri til að afnema þann órétt og ójöfnuð sem hlotist hefur af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Í 28 ár hafa byggðir landsins liðið fyrir afleiðingar fiskveiðistjórnunarkerfis sem upphaflega var sett á til bráðabirgða og átti að endurskoðast fáum árum síðar. Síðan hafa aflaheimildir safnast á fárra hendur , útgerðarfyrirtæki stækkað, sameinast og fært út kvíar með sókn á erlend mið og markaði. Fiski sem veiddur er í íslenskri lögsögu er í auknum mæli landað í erlendum höfnum þaðan sem hann fer inn í erlendar fiskvinnslustöðvar og skapar þar bæði verðmæti og atvinnu. Hér heima hafa byggðirnar misst frá sér veiðiheimildir, fiskvinnslufyrirtækjum fækkar og byggðarlögin sem áður byggðu atvinnu- og verðmætasköpun á útgerð og fiskvinnslu, standa margar eftir eins og fiður lausir fuglar: Samfélög í sárum sérhagsmunagæslunnar. Arðurinn hefur að mestu runnið inn í útgerðina sjálfa sem á sama tíma hefur skuldsett greinina upp í rjáfur. Á sama tíma hefur tangarhaldið á sjálfri auðlindinni harðnað. Kvótahafarnir, sem upphaflega fengu veiðiheimildir sínar fyrir ekkert, hafa gerst lénsherrar í kerfi þar sem enginn nýliði á sér innkomu von, nema gerast leiguliði forréttindahópsins sem fyrstur fékk gæðunum úthlutað. Kerfið sem upphaflega átti í orði kveðnu að stuðla að sjálfbærri nýtingu fiskistofna og verðmætasköpun, varð með tímanum uppspretta gífurlegrar verðmætasóunar á hafi úti með brottkast og hráefnissóun, sérhagsmunagæslu, misréttis, stéttaskiptingar innan greinarinnar og byggðaröskunnar. Mörg þúsund störf hafa farið forgörðum í nafni rekstrarhagræðingar og hagkvæmni innan greinarinnar. Sérhagsmunirnir fengu byr undir vængi á kostnað samfélagslegra gilda. Þetta er óréttlætið sem jafnaðarmenn við vilja leiðrétta. Og við erum svo sanngjörn að við viljum gefa stórútgerðinni rúman aðlögunartíma, allt að tuttugu árum. En þó að krafan sé hófsöm og sanngjörn - eða kannski einmitt vegna þess - þá verður ekki frá henni vikið. Við getum ekki vikið frá þeim sanngjörnu markmiðum að tryggja varanlegt eignarhald og fullt forræði þjóðarinnar yfir auðlindum hafsins: Að taka þjóðhagslega hagkvæmni fram yfir sérhagsmuni, tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna; koma á jafnræði við úthlutun veiðiheimilda og þar með atvinnufrelsi í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ. Með heilbrigðum leikreglum og gagnsæi í kerfinu vilja íslenskir jafnaðarmenn efla atvinnulíf og bæta lífsafkomu fólks í byggðum landsins, og eyða um leið hinni margumtöluðu óvissu í sjávarútveginum til framtíðar. Þetta eru markmiðin sem máli skipta. Hugtök og nafngiftir á útfærsluleiðum - fyrning, innköllun/endurhúthlutun, samningsleið, tilboðsleið - skipta litlu máli ef við náum því sem að er stefnt. Ef ég væri skapari nýs fiskveiðistjórnunarkerfis þá myndu mínar forsendur líta svona út: 1) Hið skýra ákvæði fiskveiðistjórnunarlaga um að fiskveiðiauðlindin sé sameign íslensku þjóðarinnar og að nýting hennar myndi ekki eignarrétt yrði fest í stjórnarskrá 2) Nýting og umgengni okkar við fiskveiðiauðlindina héldist í hendur við aðra auðlindanýtingu með tímabundnum afnotarétti og sjálfbærri nýtingu. 3) Allar aflaheimildir yrðu innkallaðar í auðlindasjóð og þær leigðar þaðan á grundvelli leigusamnings þar sem kveðið er á um réttindi og skyldur leigutakans (útgerðarinnar) og leigusalans (auðlindasjóðsins/ríkisins). 4) Leigugjaldið yrði árleg greiðsla (ekki eingreiðsla fyrir langtímasamning). Þar með væri hægt að endurskoða samningana ef ekki er staðið við skilmála og bregðast við breyttum forsendum. Leiguverð aflaheimilda ætti sér stað með uppboði/verðtilboðum samkvæmt nánari útfærslum. 5) Tekjunum sem rynnu í auðlindasjóðinn yrði varið til samfélagslegra verkefna á borð við atvinnueflingu, rannsóknir í sjávarútvegi og eflingu byggða. 6) Til greina kæmi að núverandi kvótahafar fengju við fyrstu úthlutun forleigurétt að umtalsverðum hluta aflaheimildanna - en því aðeins að veiðiheimildirnar verði innkallaðar allar á einu bretti og á forsendum skýrra skilmála í leigusamningi um tímabundna nýtingu. 7) Í hinu nýja kerfi þarf að gæta vel að byggðasjónarmiðum og nýliðunarmöguleikum. Ég tel að samhliða því þurfi að gefa handfæraveiðar frjálsar við strendur landsins. 8) Leiguúthlutun aflaheimilda miðist við magn en ekki hlutdeild. Við fyrstu úthlutun mætti miða við leyfilegt aflamagn yfirstandandi fiskveiðiárs. Viðbótarveiðiheimildir, t.d. vegna stækkunar fiskistofna, rynnu þá beint í auðlindasjóðinn en ekki til útgerðar á grundvelli hlutdeildarkerfis. Með þessu næðist margvíslegur ávinningur: Samræmi við aðra auðlindanýtingu og betri umgengni um auðlindina. Þjóðin sjálf nyti arðs af auðlind sinni. Tekjur rynnu í ríkissjóð. Rekstraröryggi útgerðar yrði tryggara, fjárfestingarþörf minni og áætlanagerð auðveldari. Leiguliðakerfi stórútgerðarinnar yrði úr sögunni, kvótabraskið sömuleiðis. Skuldsetning í sjávarútvegi myndi minnka. Atvinnuöryggið ykist í byggðum landsins og minni hætta yrði á byggðaröskun. Skerpt yrði á réttindum og skyldum hjá bæði útgerð og hinu opinbera gagnvart auðlindanýtingunni. Möguleikar myndu aukast á nýliðun og jafnræði. Verðmyndun aflaheimilda yrði eðlileg. Þetta er að mínu mati mikilvægasta verkefnið í atvinnumálum, byggðamálum og til lengri tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er hluti af endurreisn samfélagsins. Íslenskir jafnaðarmenn geta ekki staðið hjá við uppbyggingu atvinnuveganna og ofurselt þá tilviljanakenndum markaðslögmálum. Nógu lengi hefur sú vegferð staðið og afleiðingar hennar of dýru verði keyptar. Lærum af sögunni. Látum ekki sögulegt tækifæri renna okkur úr greipum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun