Hljómleikarnir í London 1985 Einar Benediktsson skrifar 20. maí 2011 07:00 Fyrir einum þremur áratugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleikahöll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægjandi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja. Svissneskir aðstandendur evrópsku tónlistarhátíðanna sögðu mér að með góðri tónlistarhöll ættu Íslendingar að komast inn í þá röð. Slík fjárfesting myndi fljótt skila sér. Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníuhljómsveitin Philharmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmdastjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í London sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þórunnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá. Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatónleikunum. Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með miðakaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrirtækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögnuði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisabeth Söderström. Eftir tónleikana héldum við Elsa fjölsótta móttöku í sendiherrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jónssonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evrópu en kaus að halda heim til Íslands. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendiráðið vegna tónleika til kynningar á verkum Áskels Mássonar í Wigmore Hall 19. mars 1984. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir einum þremur áratugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleikahöll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægjandi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja. Svissneskir aðstandendur evrópsku tónlistarhátíðanna sögðu mér að með góðri tónlistarhöll ættu Íslendingar að komast inn í þá röð. Slík fjárfesting myndi fljótt skila sér. Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníuhljómsveitin Philharmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmdastjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í London sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þórunnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá. Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatónleikunum. Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með miðakaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrirtækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögnuði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisabeth Söderström. Eftir tónleikana héldum við Elsa fjölsótta móttöku í sendiherrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jónssonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evrópu en kaus að halda heim til Íslands. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendiráðið vegna tónleika til kynningar á verkum Áskels Mássonar í Wigmore Hall 19. mars 1984.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun