Viðskipti innlent

Stjórnvöld senda AGS viljayfirlýsingu

Íslensk stjórnvöld hafa sent Alþjóðagjaldeyrissjóðnum viljayfirlýsingu vegna fimmtu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands í samstarfi við sjóðinn. Í tilkynningu frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu segir að stefnt sé að því að endurskoðunin verði tekin fyrir í stjórn sjóðsins þann þriðja júní næstkomandi.

„Sem fyrr verður yfirlýsingin birt opinberlega eftir að endurskoðunin hefur verið samþykkt. Í kjölfarið opnast fyrir aðgang að síðasta fjórðungi lánafyrirgreiðslu Norðurlandanna auk frekari lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum," segor einnig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×