Erum við hvalveiðiþjóð? Sigursteinn Másson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Til að hægt sé að svara því hvort við séum hvalveiðiþjóð þurfum við fyrst að skilgreina hugtakið hvalveiðiþjóð. Við lítum hiklaust á okkur sem fiskveiðiþjóð og vart nokkur ágreiningur um það. Hlutfallslega er ekkert þjóðríki eins háð hafinu með afkomu sína og hefur það að sjálfsögðu mótað afstöðu Íslendinga til hafsins og nýtingu þess. Litið er á nýtingarréttinn á auðlindum sjávar sem nánast heilagan rétt þjóðarinnar. Tungutak þjóðarinnar og hugtakanotkun hefur endurspeglað þetta. Þegar hvalveiðar hófust við Ísland um 1600, eftir að Baskar höfðu uppgötvað Íslandsmið á leið sinni norður að Svalbarða, og í þrjú hundruð ár þaðan í frá, til 1900 stunduðu Íslendingar engar hvalveiðar í atvinnuskyni. Danir komu á eftir Böskum ásamt Hollendingum. Svo komu Frakkar og síðar settu Norðmenn upp stórar hvalstöðvar á Vestfjörðum. Þetta voru því erlendar stórþjóðir sem stunduðu hér stórfelldar hvalveiðar en Íslendingar máttu heppnir heita ef þeir fengu íhlaupavinnu á planinu. Undantekningin frá þessu voru tilraunir nokkurra vestfirskra bænda að hefja veiðar á hrefnu og andarnefjum en þær tilraunir voru endasleppar. Strax 1866 var farið að gæta mikillar óánægju meðal landsmanna með hvalveiðar útlendinga hér. Þá og áratugina á eftir voru haldnir fjölmargir borgarafundir allt frá Siglufirði til Eskifjarðar þar sem krafist var takmarkana á veiðarnar og jafnvel hvalveiðibanns. Athygli vekur að bæjarstjórn Ísafjarðar lét ekki sitt eftir liggja en lýsti formlega yfir áhyggjum sínum vegna ofveiði á hvölum við landið. Megináhyggjurnar snérust um mengun og ólykt sem stafaði frá hvalstöðvunum, arðrán og slæm áhrif veiðanna á fiskgengd. Í kringum aldamótin 1900 voru höfuðstöðvar hvalveiðifyrirtækja sem hér gerðu út í borgum eins og Ósló, Hamborg, Leith og New York en engar í Reykjavík. 1913 ákváðu íslensk stjórnvöld einhliða að setja á algert hvalveiðibann við Ísland þrátt fyrir mikinn þrýsting og mótmæli frá Norðmönnum sem studd voru af Dönum. Nær víst má telja að ákvörðunin hafi verið liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og að með henni hafi heimastjórnin viljað sýna hvað í henni bjó. Í fimmtán ár, allt til 1928, stóðu íslensk stjórnvöld gegn þrýstingi erlendra ríkja um að hefja hvalveiðar að nýju. Það ár snéru fjögur verksmiðjuskip Norðmanna að nýju á Íslandsmið en rétt eins og Frakkar nokkrum árum áður gripu Norðmenn í tómt í leit sinni að Íslandssléttbaki. Til að byrja með höfðu veiðarnar beinst að þessum hægfara hval sem auðvelt var að skutla en þegar hér var komið sögu var hann horfinn af Íslandsmiðum og hefur nær ekkert sést síðan. Hvalveiðar lágu að mestu niðri á stríðsárunum en það var ekki fyrr en 1948, með stofnun Hvals hf. að iðnaðarveiðar undir stjórn Íslendínga hófust. Þær stóðu i 41 ár þar til alþjóðlegt hvalveiðibann tók gildi við Ísland. Þá höfðu þjóðir heims komist að þeirri niðurstöðu að hætta skyldi alfarið veiðum og milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir í hagnaðarskyni. Ákvörðunin sem tekin var af Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem Íslendingar voru meðal stofnaðila að, var útgerðarmönnum og stjórnvöldum hér á landi ekki að skapi og þegar Íslendingar gengu að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið var það gert með fyrirvara um réttinn til hvalveiða í atvinnuskyni. Í fjögur hundruð ára sögu hvalveiða við landið spannar samanlagður tími iðnaðarveiða Íslendinga aðeins tæplega fimmtíu ár. Aðrar þjóðir gerðu hér út á hval í nærfellt 350 ár. Á síðustu öld náðu gegndarlausar hvalveiðar hámarki og leiddu til víðtækra friðunaraðgerða sem langflestar þjóðir heims styðja. Íslendingar voru sennilega fyrstir þjóða til að ákveða hvalveiðibann og setja þannig markvert og framsýnt fordæmi. Erum við hvalveiðiþjóð? Varla miðað við söguna eða þá staðreynd að aðeins örfá árstörf eru í þessum deyjandi iðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Til að hægt sé að svara því hvort við séum hvalveiðiþjóð þurfum við fyrst að skilgreina hugtakið hvalveiðiþjóð. Við lítum hiklaust á okkur sem fiskveiðiþjóð og vart nokkur ágreiningur um það. Hlutfallslega er ekkert þjóðríki eins háð hafinu með afkomu sína og hefur það að sjálfsögðu mótað afstöðu Íslendinga til hafsins og nýtingu þess. Litið er á nýtingarréttinn á auðlindum sjávar sem nánast heilagan rétt þjóðarinnar. Tungutak þjóðarinnar og hugtakanotkun hefur endurspeglað þetta. Þegar hvalveiðar hófust við Ísland um 1600, eftir að Baskar höfðu uppgötvað Íslandsmið á leið sinni norður að Svalbarða, og í þrjú hundruð ár þaðan í frá, til 1900 stunduðu Íslendingar engar hvalveiðar í atvinnuskyni. Danir komu á eftir Böskum ásamt Hollendingum. Svo komu Frakkar og síðar settu Norðmenn upp stórar hvalstöðvar á Vestfjörðum. Þetta voru því erlendar stórþjóðir sem stunduðu hér stórfelldar hvalveiðar en Íslendingar máttu heppnir heita ef þeir fengu íhlaupavinnu á planinu. Undantekningin frá þessu voru tilraunir nokkurra vestfirskra bænda að hefja veiðar á hrefnu og andarnefjum en þær tilraunir voru endasleppar. Strax 1866 var farið að gæta mikillar óánægju meðal landsmanna með hvalveiðar útlendinga hér. Þá og áratugina á eftir voru haldnir fjölmargir borgarafundir allt frá Siglufirði til Eskifjarðar þar sem krafist var takmarkana á veiðarnar og jafnvel hvalveiðibanns. Athygli vekur að bæjarstjórn Ísafjarðar lét ekki sitt eftir liggja en lýsti formlega yfir áhyggjum sínum vegna ofveiði á hvölum við landið. Megináhyggjurnar snérust um mengun og ólykt sem stafaði frá hvalstöðvunum, arðrán og slæm áhrif veiðanna á fiskgengd. Í kringum aldamótin 1900 voru höfuðstöðvar hvalveiðifyrirtækja sem hér gerðu út í borgum eins og Ósló, Hamborg, Leith og New York en engar í Reykjavík. 1913 ákváðu íslensk stjórnvöld einhliða að setja á algert hvalveiðibann við Ísland þrátt fyrir mikinn þrýsting og mótmæli frá Norðmönnum sem studd voru af Dönum. Nær víst má telja að ákvörðunin hafi verið liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og að með henni hafi heimastjórnin viljað sýna hvað í henni bjó. Í fimmtán ár, allt til 1928, stóðu íslensk stjórnvöld gegn þrýstingi erlendra ríkja um að hefja hvalveiðar að nýju. Það ár snéru fjögur verksmiðjuskip Norðmanna að nýju á Íslandsmið en rétt eins og Frakkar nokkrum árum áður gripu Norðmenn í tómt í leit sinni að Íslandssléttbaki. Til að byrja með höfðu veiðarnar beinst að þessum hægfara hval sem auðvelt var að skutla en þegar hér var komið sögu var hann horfinn af Íslandsmiðum og hefur nær ekkert sést síðan. Hvalveiðar lágu að mestu niðri á stríðsárunum en það var ekki fyrr en 1948, með stofnun Hvals hf. að iðnaðarveiðar undir stjórn Íslendínga hófust. Þær stóðu i 41 ár þar til alþjóðlegt hvalveiðibann tók gildi við Ísland. Þá höfðu þjóðir heims komist að þeirri niðurstöðu að hætta skyldi alfarið veiðum og milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir í hagnaðarskyni. Ákvörðunin sem tekin var af Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem Íslendingar voru meðal stofnaðila að, var útgerðarmönnum og stjórnvöldum hér á landi ekki að skapi og þegar Íslendingar gengu að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið var það gert með fyrirvara um réttinn til hvalveiða í atvinnuskyni. Í fjögur hundruð ára sögu hvalveiða við landið spannar samanlagður tími iðnaðarveiða Íslendinga aðeins tæplega fimmtíu ár. Aðrar þjóðir gerðu hér út á hval í nærfellt 350 ár. Á síðustu öld náðu gegndarlausar hvalveiðar hámarki og leiddu til víðtækra friðunaraðgerða sem langflestar þjóðir heims styðja. Íslendingar voru sennilega fyrstir þjóða til að ákveða hvalveiðibann og setja þannig markvert og framsýnt fordæmi. Erum við hvalveiðiþjóð? Varla miðað við söguna eða þá staðreynd að aðeins örfá árstörf eru í þessum deyjandi iðnaði.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun