Nýr Landspítali: Slys aldarinnar? Guðjón Baldursson skrifar 28. desember 2011 06:00 Nýr Landspítali hefur verið á teikniborðinu frá því fyrir aldamót. Fjöldi starfsmanna spítalans hefur verið á launaskrá vegna verkefnisins og sérfræðingar erlendir sem innlendir hafa verið ráðnir til þess að undirbúa framkvæmdir. Af forvarsmönnum spítalans hefur því verið haldið á lofti að hinir erlendu aðilar hafi tvívegis komist að sömu niðurstöðu varðandi staðsetningu spítalans við Hringbraut. Látið að því liggja að um hafi verið að ræða „hlutlausa" aðila. Staðreyndin er engu að síður sú að þessum aðilum hefur frá upphafi verið fullkunnugt um álit forsvarsmanna spítalans: Að hafa spítalann á Hringbrautarsvæðinu. Dæmi nú hver fyrir sig um „hlutleysi". Fyrir liggja teikningar að nýjum Landspítala við Hringbraut. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra, einkum um staðsetninguna. Stjórnendur spítalans yfir sig hrifnir en andmælendur hafa lítt haft sig í frammi. Af hálfu almennings hefur almennt áhugaleysi og drómi einkennt öll viðbrögð. Hinn almenni borgari skilur ekki hvernig má vera að á sama tíma og spítalinn og heilbrigðiskerfið er látið finna rækilega fyrir fjársvelti er talað um gríðarlega fjárfestingu í nýbyggingu spítala sem reistur er fyrir lánsfé. Hjá hinum almenna borgara, sem á fullt í fangi með að ná endum saman, samrýmist fyrirhuguð mannvirkjagerð ekki alveg hans hugmyndum um forgangsröðun í samfélaginu. Sem dæmi um áhugaleysi landsmanna hélt Læknafélag Reykjavíkur í haust opinn fund vegna verkefnisins, var hann auglýstur fyrir almenning rækilega í fjölmiðlum. Um 100 manns mættu og á fund á vegum Reykjavíkurborgar um sama málefni mættu um 100 manns – sem sagt eins og í meðalfjölmenna erfidrykkju. Capacent Gallup gerði nýlega skoðanakönnun fyrir Læknafélag Reykjavíkur, spurt var um staðsetningu, úrtakið var 2.350 manns. Tæp 27% voru fylgjandi því að nýr Landspítali risi við Hringbraut, 47,8% voru því andvíg en 25,5% tóku ekki afstöðu. Í viðtali við RÚV 20.09.2011 sagði Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri, sem á sæti í umferðarhópi þar sem sitja fulltrúar slökkviliðsins, borgarinnar og lögreglunnar, að ef menn hefðu byrjað á því að teikna nýjan spítala eingöngu út frá staðsetningu varðandi sjúkraflutninga væri hann annars staðar en við Hringbrautina, meira miðsvæðis og stofnbrautir stærri. Fyrir skemmstu var farið yfir sögu verkefnisins í Kastljósi. Í úrklippu frá árinu 2007 var viðtal við þáverandi heilbrigðisráðherra og þá sem stóðu í forystu verkefnisins á þeim tíma. Hrifningin var mikil og uppveðrunin slík að ætla mætti að um væri að ræða mesta heillaspor Íslandssögunnar. Þetta var allt æðislegt og flott og átti bara að verða tilbúið skömmu síðar. Í sömu samantekt var brot úr viðtali við þann sem þetta skrifar. Ég taldi óhyggilegt fyrir heimili að fara út í búð og kaupa flatskjá þegar ekki væri til fyrir brauði og mjólk á heimilinu. Við þessi orð stend ég enn í dag. Áætlaður byggingarkostnaður 1. áfanga hins nýja spítala mun vera í kringum 50 milljarðar. Til samanburðar er andvirði þeirra 2.000 íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið frá 2006 vegna skuldavanda heimilanna um 21 milljarður. Alkunna er að byggingarkostnaður á Íslandi er ávallt vanmetinn og lenska hér að hann fari langt fram úr áætlun. Það er ugglaust rétt að allar byggingar núverandi Landspítala eru komnar á viðhaldstíma og það fyrir löngu. Viðhaldið er dýrt. En að framkvæma aðgerð sem augljóslega er mjög umdeild og óafturkræf, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, ber vott um ótrúlega skammsýni og þráhyggju. Það er dýrt að gera ekki neitt, segja forsvarsmenn spítalans. En er ekki ennþá dýrara að ráðast í svo umfangsmikið verkefni ef undirstöðurnar eru ekki sterkari en raun ber vitni? Forsvarsmenn spítalans virðast komnir í öngstræti í umræðunni. Hönnunarstjóri spítalans var í útvarpsviðtali í haust vegna umræðu um samgöngur við spítalann. Fram kom að mikið væri hugsað um aðra samgöngumáta en einkabílinn, eins og að leggja áherslu á góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, meðal annars með nokkur hundruð reiðhjólastæðum! Er virkilega raunhæft að ætla að byltingar sé að vænta í ferðamáta Íslendinga á næstu árum, að hér fari menn meira og minna hjólandi í öllum veðrum á næstu áratugum? Ekki held ég það, þar sem vegalengd milli heimilis og vinnustaðar lengist sífellt. Þá kom fram að styrkja ætti almenningssamgöngur, hefur einhver heyrt það áður? Ekki útilokaði hönnunarstjórinn að breyta þyrfti stofnbrautum eitthvað en benti þó á að starfsmenn spítalans á leið til vinnu væru yfirleitt fyrr á ferðinni en aðrir!(?) Miklabraut/Hringbraut ber ákveðinn umferðarþunga, varla meiri en þann sem nú er. Í öðru orðinu er af forsvarsmönnum talað um að ekki þurfi að ráðast í samgöngubætur. Í hinu orðinu að það þurfi að byggja umferðarstokk undir Miklubrautina og mislæg gatnamót til þess að létta á umferðarþunga um götuna. Talað hefur verið um göng undir Öskjuhlíðina án þess að fyrir liggi nánari upplýsingar um þau. Þá hefur verið rætt um að tiltölulega stór hópur starfsmanna búi nálægt Landspítalanum við Hringbraut. Sé tekið mið af byggðaþróun næstu áratuga eykst vegalengd milli heimilis og vinnustaðar stöðugt. Starfsmannafjöldinn, nú 5.000, mun stöðugt aukast og búa á dreifðara svæði. Í könnun um skipulagsslys og skipulagsklúður sem gerð var meðal félaga í Arkitektafélagi Íslands, Félagi íslenskra landslagsarkitekta og Skipulagsfræðingafélagi Íslands og birt var nýlega var Höfðatorg í fyrsta sæti, í öðru til fjórða sæti höfnuðu háhýsin í Skuggahverfinu, Háskólinn í Reykjavík og Borgartún en í fimmta sæti fyrirhugaður Landspítali við Hringbraut, sem meðal annars var kallaður „skrímsli með umferðarslaufum og ferlegum vafningum sem vonandi munu aldrei rísa". Ríkiskassinn er tómur. Það eru ekki peningar til þess að reka heilbrigðisþjónustuna. Hagræðing er ekki lengur valkostur í stöðunni. Þjónustuskerðing við sjúklinga er orðin kaldur veruleiki og mun aukast við óbreyttar aðstæður. Á sama tíma sitja spekingar í heilbrigðisvísindum í sínum fílabeinsturni og skeggræða um vísindasamfélagið í Vatnsmýrinni og hið hámenntaða háskólasjúkrahús við Hringbraut. Þetta væri í sjálfu sér ekkert tiltökumál ef peningarnir væru til og almenn sátt ríkti um verkefnið. Hvorugt er fyrir hendi. Um er að ræða fyrri grein af tveimur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýr Landspítali hefur verið á teikniborðinu frá því fyrir aldamót. Fjöldi starfsmanna spítalans hefur verið á launaskrá vegna verkefnisins og sérfræðingar erlendir sem innlendir hafa verið ráðnir til þess að undirbúa framkvæmdir. Af forvarsmönnum spítalans hefur því verið haldið á lofti að hinir erlendu aðilar hafi tvívegis komist að sömu niðurstöðu varðandi staðsetningu spítalans við Hringbraut. Látið að því liggja að um hafi verið að ræða „hlutlausa" aðila. Staðreyndin er engu að síður sú að þessum aðilum hefur frá upphafi verið fullkunnugt um álit forsvarsmanna spítalans: Að hafa spítalann á Hringbrautarsvæðinu. Dæmi nú hver fyrir sig um „hlutleysi". Fyrir liggja teikningar að nýjum Landspítala við Hringbraut. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra, einkum um staðsetninguna. Stjórnendur spítalans yfir sig hrifnir en andmælendur hafa lítt haft sig í frammi. Af hálfu almennings hefur almennt áhugaleysi og drómi einkennt öll viðbrögð. Hinn almenni borgari skilur ekki hvernig má vera að á sama tíma og spítalinn og heilbrigðiskerfið er látið finna rækilega fyrir fjársvelti er talað um gríðarlega fjárfestingu í nýbyggingu spítala sem reistur er fyrir lánsfé. Hjá hinum almenna borgara, sem á fullt í fangi með að ná endum saman, samrýmist fyrirhuguð mannvirkjagerð ekki alveg hans hugmyndum um forgangsröðun í samfélaginu. Sem dæmi um áhugaleysi landsmanna hélt Læknafélag Reykjavíkur í haust opinn fund vegna verkefnisins, var hann auglýstur fyrir almenning rækilega í fjölmiðlum. Um 100 manns mættu og á fund á vegum Reykjavíkurborgar um sama málefni mættu um 100 manns – sem sagt eins og í meðalfjölmenna erfidrykkju. Capacent Gallup gerði nýlega skoðanakönnun fyrir Læknafélag Reykjavíkur, spurt var um staðsetningu, úrtakið var 2.350 manns. Tæp 27% voru fylgjandi því að nýr Landspítali risi við Hringbraut, 47,8% voru því andvíg en 25,5% tóku ekki afstöðu. Í viðtali við RÚV 20.09.2011 sagði Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri, sem á sæti í umferðarhópi þar sem sitja fulltrúar slökkviliðsins, borgarinnar og lögreglunnar, að ef menn hefðu byrjað á því að teikna nýjan spítala eingöngu út frá staðsetningu varðandi sjúkraflutninga væri hann annars staðar en við Hringbrautina, meira miðsvæðis og stofnbrautir stærri. Fyrir skemmstu var farið yfir sögu verkefnisins í Kastljósi. Í úrklippu frá árinu 2007 var viðtal við þáverandi heilbrigðisráðherra og þá sem stóðu í forystu verkefnisins á þeim tíma. Hrifningin var mikil og uppveðrunin slík að ætla mætti að um væri að ræða mesta heillaspor Íslandssögunnar. Þetta var allt æðislegt og flott og átti bara að verða tilbúið skömmu síðar. Í sömu samantekt var brot úr viðtali við þann sem þetta skrifar. Ég taldi óhyggilegt fyrir heimili að fara út í búð og kaupa flatskjá þegar ekki væri til fyrir brauði og mjólk á heimilinu. Við þessi orð stend ég enn í dag. Áætlaður byggingarkostnaður 1. áfanga hins nýja spítala mun vera í kringum 50 milljarðar. Til samanburðar er andvirði þeirra 2.000 íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið frá 2006 vegna skuldavanda heimilanna um 21 milljarður. Alkunna er að byggingarkostnaður á Íslandi er ávallt vanmetinn og lenska hér að hann fari langt fram úr áætlun. Það er ugglaust rétt að allar byggingar núverandi Landspítala eru komnar á viðhaldstíma og það fyrir löngu. Viðhaldið er dýrt. En að framkvæma aðgerð sem augljóslega er mjög umdeild og óafturkræf, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, ber vott um ótrúlega skammsýni og þráhyggju. Það er dýrt að gera ekki neitt, segja forsvarsmenn spítalans. En er ekki ennþá dýrara að ráðast í svo umfangsmikið verkefni ef undirstöðurnar eru ekki sterkari en raun ber vitni? Forsvarsmenn spítalans virðast komnir í öngstræti í umræðunni. Hönnunarstjóri spítalans var í útvarpsviðtali í haust vegna umræðu um samgöngur við spítalann. Fram kom að mikið væri hugsað um aðra samgöngumáta en einkabílinn, eins og að leggja áherslu á góða aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, meðal annars með nokkur hundruð reiðhjólastæðum! Er virkilega raunhæft að ætla að byltingar sé að vænta í ferðamáta Íslendinga á næstu árum, að hér fari menn meira og minna hjólandi í öllum veðrum á næstu áratugum? Ekki held ég það, þar sem vegalengd milli heimilis og vinnustaðar lengist sífellt. Þá kom fram að styrkja ætti almenningssamgöngur, hefur einhver heyrt það áður? Ekki útilokaði hönnunarstjórinn að breyta þyrfti stofnbrautum eitthvað en benti þó á að starfsmenn spítalans á leið til vinnu væru yfirleitt fyrr á ferðinni en aðrir!(?) Miklabraut/Hringbraut ber ákveðinn umferðarþunga, varla meiri en þann sem nú er. Í öðru orðinu er af forsvarsmönnum talað um að ekki þurfi að ráðast í samgöngubætur. Í hinu orðinu að það þurfi að byggja umferðarstokk undir Miklubrautina og mislæg gatnamót til þess að létta á umferðarþunga um götuna. Talað hefur verið um göng undir Öskjuhlíðina án þess að fyrir liggi nánari upplýsingar um þau. Þá hefur verið rætt um að tiltölulega stór hópur starfsmanna búi nálægt Landspítalanum við Hringbraut. Sé tekið mið af byggðaþróun næstu áratuga eykst vegalengd milli heimilis og vinnustaðar stöðugt. Starfsmannafjöldinn, nú 5.000, mun stöðugt aukast og búa á dreifðara svæði. Í könnun um skipulagsslys og skipulagsklúður sem gerð var meðal félaga í Arkitektafélagi Íslands, Félagi íslenskra landslagsarkitekta og Skipulagsfræðingafélagi Íslands og birt var nýlega var Höfðatorg í fyrsta sæti, í öðru til fjórða sæti höfnuðu háhýsin í Skuggahverfinu, Háskólinn í Reykjavík og Borgartún en í fimmta sæti fyrirhugaður Landspítali við Hringbraut, sem meðal annars var kallaður „skrímsli með umferðarslaufum og ferlegum vafningum sem vonandi munu aldrei rísa". Ríkiskassinn er tómur. Það eru ekki peningar til þess að reka heilbrigðisþjónustuna. Hagræðing er ekki lengur valkostur í stöðunni. Þjónustuskerðing við sjúklinga er orðin kaldur veruleiki og mun aukast við óbreyttar aðstæður. Á sama tíma sitja spekingar í heilbrigðisvísindum í sínum fílabeinsturni og skeggræða um vísindasamfélagið í Vatnsmýrinni og hið hámenntaða háskólasjúkrahús við Hringbraut. Þetta væri í sjálfu sér ekkert tiltökumál ef peningarnir væru til og almenn sátt ríkti um verkefnið. Hvorugt er fyrir hendi. Um er að ræða fyrri grein af tveimur.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun