Viðskipti innlent

Fjölnota toghlerar seljast grimmt hjá Polar Fishing Gear

Unnið við Hercules um borð í togaranum Vestmannaey. Myndin er á heimasíðu Polar Fishing Gear.
Unnið við Hercules um borð í togaranum Vestmannaey. Myndin er á heimasíðu Polar Fishing Gear.

Íslenska fyrirtækið Polar Fishing Gear selur nú grimmt af nýjustu vöru sinni, fjölnota toghleranum „Hercules". Toghlerinn er kominn í skip hér heima, á Bretlandseyjum, í Frakklandi, Suður Afríku og Suður Ameríku.

Fjallað er um málið á vefsíðu World Fishing. Þar kemur fram að Herkules byggir á eldri hönnun vinsæls toghlera fyrir botnvörpur frá Polar Fishing Gear sem kallast Mercury. Hlerinn er þannig hannaður að hann er fyrir ofan vörpuna þegar togað er og dregst því ekki eftir botninum. Atli Már Jósafatsson. framkvæmdastjóri Polar segir að þetta sé þeirra framlag til vistvænna veiða.

Það sem gerir Hercules vinsælann er að hægt er að nota hann á troll sem liggja ofar í sjó en botnvarpa allt upp að flottrollum. Í umfjöllun World Fishing er haft eftir Atla Má að þau skip sem notað hafa Hercules hafi bætt rekstur sinn og að endurpantanir séu að streyma inn.

Greint er frá því að Polar Fishing Gear muni taka þátt í Fishing 2011 Expo sýningunni í Glasgow sem haldin verður seinnihlutann í næsta mánuði. David Moir framkvæmdastjóri Expo segir að þeir séu himinlifandi yfir því að jafn virðingarvert fyrirtæki og Polar Fishing Gear skuli taka þátt í sýningunni. Atli Már segir að þetta sé í fjórða sinn sem þeir kynna vöru sína á Expo í Glasgow.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×