Innlent

Guðlaugur: Tjón hryðjuverkalaganna tugir milljarða

Guðlaugur Þór Þórðarson telur óbeint tjón íslenskra fyrirtækja af beitingu hryðjuverkalaganna í Bretlandi nema tugmilljörðum. Skýrsla fjármálaráðherra sem kynnt var í gær sýni svart á hvítu þann órétt sem Íslendingar máttu þola.

Á Alþingi í gær var kynnt skýrsla fjármálaráðherra sem unnin var að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um áhrif beitingu hryðjuverkalaganna á íslensk fyrirtæki. Í skýrslunni kemur fram að að beint tjón sé metið á bilinu tveir til níu milljarðar.

Í skýrslunni segir hins vegar ennfremur að flest bendi til þess að óbeint tjón sé mun hærra og líklegt sé að laskað orðspor íslensks efnahagslífs hafi langmest tjón í för með sér. Nær ómögulegt sé að meta hversu langan tíma það taki að vinna orðsporið til baka.

Guðlaugur Þór Þórðarson, segir óbeina tjónið því bersýnilega vera veigamest.

Guðlaugur Þór segir mikilvægt að vinna áfram með þessa skýrslu og jafnframt rétt að fara betur yfir rétt Íslendinga í þessu máli þó svo að löggjöfin standist fyrir breskum dómstólum. Skýrslan sé öflugt tæki sem sýnir fram á tjón Íslendinga af beitingu hryðjuverkalaganna og stjórnvöld verði að vekja athygli á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×