Hvert örstutt spor, Gunnar Smári, hvert örstutt spor Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 9. júní 2011 06:00 Á vef SÁÁ er að finna pistil eftir Gunnar Smára Egilsson frá 3. júní þar sem formaðurinn sýnir af sér fordæmalausan þekkingarskort og fellir sleggjudóma um grafalvarlegt málefni. Sem einstaklingur með athyglisbrest leyfi ég mér að fullyrða: *Einstaklingar með athyglisbrest sem fá meðferð byggða á rítalíni eru ekki líklegir til að þróa með sér ávana eða fíkn. *Einstaklingar sem ekki hljóta viðeigandi meðferð eru líklegri til að misnota áfengi og fíkniefni. * Með því að ráðast að óathuguðu máli gegn meðferð á athyglisbresti er Gunnar Smári að auka þörf á þjónustu SÁÁ. Mér blöskrar þær tölur sem sést hafa varðandi lyfjakostnað. Þar erum við alveg sammála, Gunnar Smári og ég. En ég fordæmi hiklaust upphlaup formanns SÁÁ sem vanhugsað áróðursbragð. Gunnar Smári er ekki nýliði í fjölmiðlaumfjöllun og væri maður að meiru ef hann viðurkenndi mistök sín. Að öðrum kosti dæmir hann sjálfan sig óhæfan til að leiða SÁÁ. Er ekki kominn tími til að staldra við og íhuga eftirfarandi: *Ef rannsókna er þörf varðandi greiningu og meðferð á athyglisbresti þarf ekki einfaldlega að styðja við slíkt starf? *Ef Ísland stendur svona langt upp úr er þá ekki þörf á að greina hvers vegna? * Ef aðgengi fíkla að „læknadópi" er svona mikið sem raun ber vitni þarf þá ekki að skoða hvers vegna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það? Ég skora á íslensk stjórnvöld, Gunnar Smára og aðra landsmenn að taka á þessu máli með festu og stillingu. Fordómafullir sleggjudómar bjarga ekki mannslífum. En hvert örstutt spor – Gunnar Smári – hvert örstutt spor í rétta átt er áfangi sem vert er að vinna að. Það ættir þú að vita svo mætavel sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Á vef SÁÁ er að finna pistil eftir Gunnar Smára Egilsson frá 3. júní þar sem formaðurinn sýnir af sér fordæmalausan þekkingarskort og fellir sleggjudóma um grafalvarlegt málefni. Sem einstaklingur með athyglisbrest leyfi ég mér að fullyrða: *Einstaklingar með athyglisbrest sem fá meðferð byggða á rítalíni eru ekki líklegir til að þróa með sér ávana eða fíkn. *Einstaklingar sem ekki hljóta viðeigandi meðferð eru líklegri til að misnota áfengi og fíkniefni. * Með því að ráðast að óathuguðu máli gegn meðferð á athyglisbresti er Gunnar Smári að auka þörf á þjónustu SÁÁ. Mér blöskrar þær tölur sem sést hafa varðandi lyfjakostnað. Þar erum við alveg sammála, Gunnar Smári og ég. En ég fordæmi hiklaust upphlaup formanns SÁÁ sem vanhugsað áróðursbragð. Gunnar Smári er ekki nýliði í fjölmiðlaumfjöllun og væri maður að meiru ef hann viðurkenndi mistök sín. Að öðrum kosti dæmir hann sjálfan sig óhæfan til að leiða SÁÁ. Er ekki kominn tími til að staldra við og íhuga eftirfarandi: *Ef rannsókna er þörf varðandi greiningu og meðferð á athyglisbresti þarf ekki einfaldlega að styðja við slíkt starf? *Ef Ísland stendur svona langt upp úr er þá ekki þörf á að greina hvers vegna? * Ef aðgengi fíkla að „læknadópi" er svona mikið sem raun ber vitni þarf þá ekki að skoða hvers vegna og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það? Ég skora á íslensk stjórnvöld, Gunnar Smára og aðra landsmenn að taka á þessu máli með festu og stillingu. Fordómafullir sleggjudómar bjarga ekki mannslífum. En hvert örstutt spor – Gunnar Smári – hvert örstutt spor í rétta átt er áfangi sem vert er að vinna að. Það ættir þú að vita svo mætavel sjálfur.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar