Afþökkum launahækkunina! Sævar Sigurgeirsson skrifar 3. febrúar 2011 06:00 „Launamunur kynjanna!" Af hverju í ósköpunum er þessi setning til? Af hverju í sótsvörtum og saltpækluðum fjandanum erum við ennþá stödd á þeim stað í mannkynssögunni að það sé hægt að láta þessi tvö orð standa hlið við hlið? Er þetta eitthvert lögmál? Er þetta af því karlmenn eru svo miklu betri starfskraftar? Samviskusamari? Flinkari? Gáfaðri? Betur fallnir til að stjórna? Þeim betur treystandi? Er þetta kannski af því að karlmenn eru meiri keppnismenn? Kannski af því þeir hafa í sér meiri áhættusækni og hæfileika til að fara svo hressilega fram af brúninni í fyrirtækjarekstri sínum að þeir geta kafsiglt heilu bankakerfin og sett þjóðfélög á hausinn? Eru þetta kannski bara leifar af gömlu og úreltu kerfi sem stjórnað var af karlmönnum? Er þetta kannski bara allt á misskilningi byggt? Það skyldi þó ekki vera? Síðastliðinn kvennafrídag gengu konur út af vinnustöðum sínum kl. 14.25. Sú tímasetning er reiknuð út frá því hvenær þær eru taldar hafa skilað vinnuframlagi sínu á deginum ef litið er til launamunar kynjanna. Vinur minn einn, mikill grínisti, hafði það á orði að þetta væri auðvitað tómt rugl. Konur hefðu komið svo miklu seinna en karlmenn inn á vinnumarkaðinn að þær ættu eftir að vinna helling upp. Ættu því í raun réttri að sitja eftir á hverjum degi og vinna lengur. Fyndinn og óvæntur viðsnúningur - þótt málið sé grafalvarlegt. Með sömu rökum ættu karlmenn auðvitað að yfirtaka í langan tíma allt það sem konur gerðu á meðan þeir voru úti að vinna af því þar komu þeir almennt miklu seinna til sögunnar - altsvo til heimilisstarfa, barnaumönnunar og annarrar umönnunar almennt. Og því má auðvitað ekki gleyma að á mörgum heimilum er það ennþá svo að þær skyldur hvíla að stórum hluta á herðum konunnar jafnvel þótt hún sé í fullri vinnu til jafns við karlinn. Þeir hlutir hafa þó sem betur fer tekið miklum breytingum undanfarna áratugi. Gróflega má segja að launamunur kynjanna eigi sér tvær hliðar; eina sem skýrist af eðli starfanna - þ.e.a.s. að þegar heildin er reiknuð eru konur fleiri í störfum sem teljast til láglaunastarfa - og aðra sem er algjörlega óútskýranleg og auðvitað óþolandi og ólíðandi með öllu - nefnilega að kona í sömu vinnu og karlinn við hliðina sé með lægri laun en hann þrátt fyrir sambærilega reynslu eða starfsaldur. Það fyrrnefnda getur tekið langan tíma að „leiðrétta", því sama hversu mikið við þráum jafnrétti er víst að alltaf munu verða til störf lægra launuð en önnur störf - og því miður er allt eins víst að áfram muni þau verða mönnuð konum að meirihluta. Hitt á auðvitað ekki að þekkjast, en EF … þá er hægt að leiðrétta það mun hraðar. Og það er væntanlega í höndum okkar karlmanna. Hvernig? Jú! Ef við erum forstjórar - laga þetta strax, eða eins fljótt og fyrirtækið ræður við fjárhagslega. Ef við erum millistjórnendur og höfum á annað borð eitthvert veður af slíkum mun - beita okkur fyrir því að þetta verði lagað hið snarasta. Ef við hins vegar erum óbreyttir starfsmenn - (og þarna er ég mögulega kominn að stærstu fórninni) - þá vitum við kannski ekkert hvernig launum annarra starfsmanna er háttað, en getum samt tekið virkan þátt í þróuninni. Þegar við biðjum um launahækkun, þá einfaldlega tökum við það fram að við viljum hana samt ekki nema konan við hliðina á okkur verði hækkuð jafnt. Og ef okkur býðst launahækkun, þá einfaldlega spyrjum við: „Er konan við hliðina á mér að fá þetta sama?" Ef svarið er „já", þá er allt í lagi. Ef svarið er „nei", þá einfaldlega krefjumst við þess eða að öðrum kosti - afþökkum launahækkunina. Já, ég sagði það. Afþökkum launahækkunina! Það hljómar kannski fáránlega, en þegar breyta þarf viðhorfi, þá þarf að breyta viðhorfi og hugsa á óvæntan hátt. Ef það kostar fórnir verður bara svo að vera - málstaðurinn krefst þess. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
„Launamunur kynjanna!" Af hverju í ósköpunum er þessi setning til? Af hverju í sótsvörtum og saltpækluðum fjandanum erum við ennþá stödd á þeim stað í mannkynssögunni að það sé hægt að láta þessi tvö orð standa hlið við hlið? Er þetta eitthvert lögmál? Er þetta af því karlmenn eru svo miklu betri starfskraftar? Samviskusamari? Flinkari? Gáfaðri? Betur fallnir til að stjórna? Þeim betur treystandi? Er þetta kannski af því að karlmenn eru meiri keppnismenn? Kannski af því þeir hafa í sér meiri áhættusækni og hæfileika til að fara svo hressilega fram af brúninni í fyrirtækjarekstri sínum að þeir geta kafsiglt heilu bankakerfin og sett þjóðfélög á hausinn? Eru þetta kannski bara leifar af gömlu og úreltu kerfi sem stjórnað var af karlmönnum? Er þetta kannski bara allt á misskilningi byggt? Það skyldi þó ekki vera? Síðastliðinn kvennafrídag gengu konur út af vinnustöðum sínum kl. 14.25. Sú tímasetning er reiknuð út frá því hvenær þær eru taldar hafa skilað vinnuframlagi sínu á deginum ef litið er til launamunar kynjanna. Vinur minn einn, mikill grínisti, hafði það á orði að þetta væri auðvitað tómt rugl. Konur hefðu komið svo miklu seinna en karlmenn inn á vinnumarkaðinn að þær ættu eftir að vinna helling upp. Ættu því í raun réttri að sitja eftir á hverjum degi og vinna lengur. Fyndinn og óvæntur viðsnúningur - þótt málið sé grafalvarlegt. Með sömu rökum ættu karlmenn auðvitað að yfirtaka í langan tíma allt það sem konur gerðu á meðan þeir voru úti að vinna af því þar komu þeir almennt miklu seinna til sögunnar - altsvo til heimilisstarfa, barnaumönnunar og annarrar umönnunar almennt. Og því má auðvitað ekki gleyma að á mörgum heimilum er það ennþá svo að þær skyldur hvíla að stórum hluta á herðum konunnar jafnvel þótt hún sé í fullri vinnu til jafns við karlinn. Þeir hlutir hafa þó sem betur fer tekið miklum breytingum undanfarna áratugi. Gróflega má segja að launamunur kynjanna eigi sér tvær hliðar; eina sem skýrist af eðli starfanna - þ.e.a.s. að þegar heildin er reiknuð eru konur fleiri í störfum sem teljast til láglaunastarfa - og aðra sem er algjörlega óútskýranleg og auðvitað óþolandi og ólíðandi með öllu - nefnilega að kona í sömu vinnu og karlinn við hliðina sé með lægri laun en hann þrátt fyrir sambærilega reynslu eða starfsaldur. Það fyrrnefnda getur tekið langan tíma að „leiðrétta", því sama hversu mikið við þráum jafnrétti er víst að alltaf munu verða til störf lægra launuð en önnur störf - og því miður er allt eins víst að áfram muni þau verða mönnuð konum að meirihluta. Hitt á auðvitað ekki að þekkjast, en EF … þá er hægt að leiðrétta það mun hraðar. Og það er væntanlega í höndum okkar karlmanna. Hvernig? Jú! Ef við erum forstjórar - laga þetta strax, eða eins fljótt og fyrirtækið ræður við fjárhagslega. Ef við erum millistjórnendur og höfum á annað borð eitthvert veður af slíkum mun - beita okkur fyrir því að þetta verði lagað hið snarasta. Ef við hins vegar erum óbreyttir starfsmenn - (og þarna er ég mögulega kominn að stærstu fórninni) - þá vitum við kannski ekkert hvernig launum annarra starfsmanna er háttað, en getum samt tekið virkan þátt í þróuninni. Þegar við biðjum um launahækkun, þá einfaldlega tökum við það fram að við viljum hana samt ekki nema konan við hliðina á okkur verði hækkuð jafnt. Og ef okkur býðst launahækkun, þá einfaldlega spyrjum við: „Er konan við hliðina á mér að fá þetta sama?" Ef svarið er „já", þá er allt í lagi. Ef svarið er „nei", þá einfaldlega krefjumst við þess eða að öðrum kosti - afþökkum launahækkunina. Já, ég sagði það. Afþökkum launahækkunina! Það hljómar kannski fáránlega, en þegar breyta þarf viðhorfi, þá þarf að breyta viðhorfi og hugsa á óvæntan hátt. Ef það kostar fórnir verður bara svo að vera - málstaðurinn krefst þess. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar