
Afþökkum launahækkunina!
Síðastliðinn kvennafrídag gengu konur út af vinnustöðum sínum kl. 14.25. Sú tímasetning er reiknuð út frá því hvenær þær eru taldar hafa skilað vinnuframlagi sínu á deginum ef litið er til launamunar kynjanna. Vinur minn einn, mikill grínisti, hafði það á orði að þetta væri auðvitað tómt rugl. Konur hefðu komið svo miklu seinna en karlmenn inn á vinnumarkaðinn að þær ættu eftir að vinna helling upp.
Ættu því í raun réttri að sitja eftir á hverjum degi og vinna lengur. Fyndinn og óvæntur viðsnúningur - þótt málið sé grafalvarlegt. Með sömu rökum ættu karlmenn auðvitað að yfirtaka í langan tíma allt það sem konur gerðu á meðan þeir voru úti að vinna af því þar komu þeir almennt miklu seinna til sögunnar - altsvo til heimilisstarfa, barnaumönnunar og annarrar umönnunar almennt. Og því má auðvitað ekki gleyma að á mörgum heimilum er það ennþá svo að þær skyldur hvíla að stórum hluta á herðum konunnar jafnvel þótt hún sé í fullri vinnu til jafns við karlinn. Þeir hlutir hafa þó sem betur fer tekið miklum breytingum undanfarna áratugi.
Gróflega má segja að launamunur kynjanna eigi sér tvær hliðar; eina sem skýrist af eðli starfanna - þ.e.a.s. að þegar heildin er reiknuð eru konur fleiri í störfum sem teljast til láglaunastarfa - og aðra sem er algjörlega óútskýranleg og auðvitað óþolandi og ólíðandi með öllu - nefnilega að kona í sömu vinnu og karlinn við hliðina sé með lægri laun en hann þrátt fyrir sambærilega reynslu eða starfsaldur. Það fyrrnefnda getur tekið langan tíma að „leiðrétta", því sama hversu mikið við þráum jafnrétti er víst að alltaf munu verða til störf lægra launuð en önnur störf - og því miður er allt eins víst að áfram muni þau verða mönnuð konum að meirihluta. Hitt á auðvitað ekki að þekkjast, en EF … þá er hægt að leiðrétta það mun hraðar. Og það er væntanlega í höndum okkar karlmanna. Hvernig? Jú! Ef við erum forstjórar - laga þetta strax, eða eins fljótt og fyrirtækið ræður við fjárhagslega. Ef við erum millistjórnendur og höfum á annað borð eitthvert veður af slíkum mun - beita okkur fyrir því að þetta verði lagað hið snarasta. Ef við hins vegar erum óbreyttir starfsmenn - (og þarna er ég mögulega kominn að stærstu fórninni) - þá vitum við kannski ekkert hvernig launum annarra starfsmanna er háttað, en getum samt tekið virkan þátt í þróuninni. Þegar við biðjum um launahækkun, þá einfaldlega tökum við það fram að við viljum hana samt ekki nema konan við hliðina á okkur verði hækkuð jafnt.
Og ef okkur býðst launahækkun, þá einfaldlega spyrjum við: „Er konan við hliðina á mér að fá þetta sama?" Ef svarið er „já", þá er allt í lagi. Ef svarið er „nei", þá einfaldlega krefjumst við þess eða að öðrum kosti - afþökkum launahækkunina. Já, ég sagði það. Afþökkum launahækkunina! Það hljómar kannski fáránlega, en þegar breyta þarf viðhorfi, þá þarf að breyta viðhorfi og hugsa á óvæntan hátt. Ef það kostar fórnir verður bara svo að vera - málstaðurinn krefst þess.
+++++++++++++++++
Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar).
Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun

Ljósið og myrkrið
Árni Már Jensson skrifar

Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni?
Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hnefarétturinn
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Fullveldið og undirgefnin
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Strætó þarf að taka handbremsubeygju
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar

„Konan mín þarf ekki að vinna“
Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar

Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár
Matthías Már Magnússon skrifar

Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra
Orri Páll Jóhannsson skrifar

ESB styður við íslenska háskóla
Lucie Samcová-Hall Allen skrifar

Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni
Gabríel Ingimarsson skrifar

Verður Ísland útibúaland eða land höfuðstöðva blárrar nýsköpunar?
Þór Sigfússon,Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Fossvogsbrú á minn hátt
Ellert Már Jónsson skrifar

Creditinfo
Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar

Ofbeldi á aldrei rétt á sér
Kristín Snorradóttir skrifar

Hált á svellinu
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því
Gunnar Dan Wiium skrifar

Á fráveituvatnið heima í sjónum?
Ottó Elíasson skrifar

Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands
Atli Harðarson skrifar

Mannúð fyrir jólin
Inga Sæland skrifar

Íbúð eða vosbúð?
Arna Mathiesen skrifar

Strækum á ofbeldi!
Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar

Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar
Einar Bárðarson skrifar

Hvert renna þín sóknargjöld?
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Menga á daginn og grilla á kvöldin
Sigurpáll Ingibergsson skrifar

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar

Palestína er prófsteinninn!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Útskúfunarsinfónían
Nökkvi Dan Elliðason skrifar

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1
Viðar Hreinsson skrifar

Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum?
Tatjana Latinovic skrifar