Erlent

Jólahryllingur í Texas - fjölskylda fannst myrt við jólatréð

Lögreglan í Grapevine rannsakar hryllilegt sakamál.
Lögreglan í Grapevine rannsakar hryllilegt sakamál.
Lögreglan í borginni Grapevine í Texas-fylki í Bandaríkjunum stendur frammi fyrir óhugnanlegu máli þar sem sjö manns fundust skotnir til bana á jóladag.

Fólkið fannst allt látið við jólatré í íbúðarhúsi og var umkringt jólapappír og gjöfum.

BBC greinir frá því að líklega sé um að ræða þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu og að einn fjölskyldumeðlimurinn hafi myrt hina áður en framdi sjálfsmorð.

Lögreglan fór á vettvang eftir að símtal barst frá húsinu til Neyðarlínunnar í gær, án þess að nokkuð væri sagt á hinum enda línunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×