Erlent

Jólahryllingur í Texas: Morðinginn var klæddur í jólasveinabúning

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglan í Grapevine í Texasfylki í Bandaríkjunum hefur staðfest við AP fréttastofuna að sá sem myrti fjölskylduna í bænum, hefði verið skyldmenni sem kom í heimsókn á jóladag. Maðurinn var klæddur í jólasveinabúning og virðist hafa skotið fjölskylduna skömmu eftir að hann kom inn á heimilið.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að lögreglan í borginni stæði frammi fyrir óhugnanlegu morðmáli þar sem sjö manns fundust skotnir til bana á jóladag.

Fólkið fannst allt látið við jólatré í íbúðarhúsi og var umkringt jólapappír og gjöfum. BBC greindi frá því að líklega sé um að ræða þrjár kynslóðir sömu fjölskyldu á aldursbilinu 18-60 ára og að einn fjölskyldumeðlimurinn hafi myrt hina áður en framdi sjálfsmorð.

Lögreglan fór á vettvang eftir að símtal barst frá húsinu til Neyðarlínunnar í gær, án þess að nokkuð væri sagt á hinum enda línunnar.

Svo virðist sem fjölskyldan hafi verið nýbúin að taka um jólagjafirnar þegar skyldmennið kom í heimsókn. Maðurinn var, eins og fyrr segir, klæddur í jólasveinabúning. Hann var vopnaður tveimur skammbyssum.

Fjölskyldan bjó í rólegu millistéttarhverfi í borginni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×