Innlent

Vill bætur eins og Eiður Smári

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Marinó G. Njálsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, hefur farið fram á að fá greiddar 400 þúsund krónur í bætur frá DV vegna umfjöllunar um fjármál hans.

Í tölvubréfi sem hann hefur sent ritstjórum DV vísar Marinó til nýfallins dóms í máli Eiðs Smára Guðjohnsen, en Eiði voru dæmdar 400 þúsund krónur í bætur fyrir umfjöllun um fjármál hans. Í bréfinu fer Marinó fram á afsökunarbeiðni og býður blaðinu að ljúka málinu með bótagreiðslu án dómsmáls.- sh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×