Umfjöllun: UMFA í umspil eftir sigur á meisturunum - Selfoss fallið Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 31. mars 2011 20:17 Fréttablaðið/Vilhelm Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins. Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira
Afturelding hefur bjargað sér frá beinu falli niður í 1. deild með með fræknum sigri á nýringdum deildarmeisturum Akureyrar. UMFA lagði Akureyri fyrir norðan í kvöld, 21-24, en eftir leikinn fékk Akureyri bikarinn í hendurnar. Selfoss er því fallið í 1. deildina en UMFA spilar við liðin í 2-4 sæti 1. deildar um sæti í N1-deildinni á næsta tímabili. Fyrri hálfleikur var ekki vel leikinn. Akureyri hvíldi sterka varnarmenn á borð við Guðlaug Arnarsson og Hörð Fannar Sigþórsson og lágvaxin vörnin spilaði 3-2-1 í upphafi leiks. Markmennirnir, Sveinbjörn Pétursson og Hafþór Einarsson, voru lengi í gang. Liðin skoruðu af vild og Akureyri var skrefinu á undan. Þegar Hafþór loksins datt í gang varði hann mjög vel og kom Aftureldingu yfir. Hann má bölva sóknarleik liðsins sem var afleitur á köflum. Menn hentu boltanum útaf ítrekað, gripu ekki einfaldar sendingar og misstu boltann klaufalega úr höndunum upp úr þurru í hraðaupphlaupum. Staðan var 8-9 í 8 mínútur en Afturelding leiddi svo 11-13 í hálfleik. Halldór Logi var mjög sterkur hjá Akureyri sem leyfði ungum mönnum að spreyta sig en Hafþór bar af í liði Aftureldingar, sem hefði hæglega getað skotist lengra fram úr. Bæði lið héldu áfram að gera mistök í seinni hálfleiknum. Afturelding gerði þó vel í að halda forskoti sínu, það var 2-3 mörk. Hafþór varði áfram vel en sóknir liðanna voru lamaðar. Um miðjan hálfleikinn skorai Akureyri þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn í 16-16. Lítið skorað enda báðir markmenn vel vakandi. Lokamínúturnar voru spennandi en Hafþór sá til þess að Akureyri komst ekki yfir. Afturelding landaði frábærum sigri 21-24. Hafþór Einarsson klárlega maður leiksins en Bjarni Fritzson var markahæstur hjá Akureyri.Akureyri - Afturelding 21 - 24 (11-13)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 8/4 (17/6), Oddur Gretarsson 3/2 (9), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (10), Daníel Einarsson 2 (4), Halldór Logi Árnason 2 (5), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Gíslason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 14 (32) 44%, Stefán Guðnason 0 (2) 0%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2, Bergvin, Halldór, Bjarni 2)Fiskuð víti: 8 Halldór 4, Bjarni 2, Bergvin, Heimir).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Þrándur Gíslason 6 (9), Sverrir Hermannsson 6 (9), Bjarni Aron Þórðarson 3/1 (8), Reynir Árnason 3 (4), Ásgeir Jónsson 2 (2), Arnar Theódórsson 2 (3), Jóhann Jóhannsson 2 (6), Daníel Jónsson 0 (2), Hilmar Stefánsson 0 (4). Varin skot: Hafþór Einarsson 26/2 (46) 57%, Smári Guðfinnsson 0 (1) 0%.Hraðaupphlaup: 2 (Þrándur 2)Fiskuð víti: 2 (Daníel, Bjarni).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Jón Karl Björnsson og Valgeir Ómarsson. Ágætir, full smámunasamir á kostnað hraða leiksins.
Olís-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Sjá meira