NBA: Lakers vann Oklahoma og Boston sigraði Orlando Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. janúar 2011 09:02 Kobe Bryant, LA Lakers og Russell Westbrook leikstjórnandi Oklahoma í Staple Center í gær. AP Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í gær. Meistaralið LA Lakers sigraði Oklahoma 101-94 en margir búast við því að Oklahoma geti blandað sér í baráttuna um efstu sætin í vesturdeildinni í vor. Pau Gasol og Kobe Bryant skoruðu 21 stig hvor fyrir Lakers sem hefur unnið átta af síðust níu leikjum sínum. Kevin Durant, stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 24 stig fyrir Oklahoma en skotnýting hans var skelfileg. Aðeins 1 af alls 8 þriggja stiga skotum hans fóru rétta leið. Kevin Garnett úr Boston og Dwight Howard úr Orlando eigast við í Boston í gær.AP Kevin Garnett lék með Boston á ný eftir níu leikja fjarveru vegna meiðsla. Framherjinn lét að sér kveða í 109-106 sigri liðsins gegn Orlando en þessi lið verða án efa í baráttunni um efstu sætin í austurdeildinn ásamt Miami Heat. Garnett meiddist á kálfa í lok desember og hefur hvílt frá þeim tíma. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst en Orlando er aðeins í fimmta sæti austurdeildarinnar þessa stundina, Atlanta, Chicago, Miami og Boston eru þar fyrir ofan. Athygli vekur að Golden State Warriors lagði New Jersey Nets í sjötta sinn í röð. Monta Ellis skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Golden StateBlake Griffin skoraði 47 stig í gær fyrir Clippers gegn Indiana. Hér er Tyler Hansbrough til varnar.APBlake Griffin skoraði 47 stig fyrir LA Clippers sem vann Indiana 114-107 og er það met hjá Griffin sem var nýliði í fyrra en náði ekki að spila vegna meiðsla í hné. Miðherjinn hefur tekið NBA deildina með trompi í vetur og sýnt ótrúleg tilþrif og troðslur sem gleymast seint. Griffin tók 14 fráköst og er þetta í 27 leikurinn í röð þar sem hann nær tvöfaldri tvennnu. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas gegn Detroit á útivelli en það dugði ekki til. Þetta er annar leikurinn í röð hjá Nowitzki eftir hnémeiðsli. Amare Stoudemire skoraði 41 stig á gamla heimavellinum í Phoenix þegar New York kom þar í heimsókn. Það var ekki nóg því Phoenix sigraði 129-121. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir Phoenix og náði hann að rjúfa 20.000 stiga múrinn. Úrslit frá því í gær: New York - Phoenix 121-129 Washington - Utah 108-101 Memphis - Chicago 84-96 Philadelphia - Charlotte 96-92 Houston - Milwaukee 93-84 New Orleans - Toronto 93-84 Detroit - Dallas 103-89 LA Clippers - Indiana 114-107 Atlanta - Sacramento 100-98 Golden State - New Jersey 109-100 Boston - Orlando 109-106 Portland - Minnesota 113-102 LA Lakers - Oklahoma 101-94 NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í gær. Meistaralið LA Lakers sigraði Oklahoma 101-94 en margir búast við því að Oklahoma geti blandað sér í baráttuna um efstu sætin í vesturdeildinni í vor. Pau Gasol og Kobe Bryant skoruðu 21 stig hvor fyrir Lakers sem hefur unnið átta af síðust níu leikjum sínum. Kevin Durant, stigahæsti leikmaður deildarinnar skoraði 24 stig fyrir Oklahoma en skotnýting hans var skelfileg. Aðeins 1 af alls 8 þriggja stiga skotum hans fóru rétta leið. Kevin Garnett úr Boston og Dwight Howard úr Orlando eigast við í Boston í gær.AP Kevin Garnett lék með Boston á ný eftir níu leikja fjarveru vegna meiðsla. Framherjinn lét að sér kveða í 109-106 sigri liðsins gegn Orlando en þessi lið verða án efa í baráttunni um efstu sætin í austurdeildinn ásamt Miami Heat. Garnett meiddist á kálfa í lok desember og hefur hvílt frá þeim tíma. Dwight Howard skoraði 33 stig fyrir Orlando og tók 13 fráköst en Orlando er aðeins í fimmta sæti austurdeildarinnar þessa stundina, Atlanta, Chicago, Miami og Boston eru þar fyrir ofan. Athygli vekur að Golden State Warriors lagði New Jersey Nets í sjötta sinn í röð. Monta Ellis skoraði 26 stig og gaf 9 stoðsendingar í liði Golden StateBlake Griffin skoraði 47 stig í gær fyrir Clippers gegn Indiana. Hér er Tyler Hansbrough til varnar.APBlake Griffin skoraði 47 stig fyrir LA Clippers sem vann Indiana 114-107 og er það met hjá Griffin sem var nýliði í fyrra en náði ekki að spila vegna meiðsla í hné. Miðherjinn hefur tekið NBA deildina með trompi í vetur og sýnt ótrúleg tilþrif og troðslur sem gleymast seint. Griffin tók 14 fráköst og er þetta í 27 leikurinn í röð þar sem hann nær tvöfaldri tvennnu. Þjóðverjinn Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas gegn Detroit á útivelli en það dugði ekki til. Þetta er annar leikurinn í röð hjá Nowitzki eftir hnémeiðsli. Amare Stoudemire skoraði 41 stig á gamla heimavellinum í Phoenix þegar New York kom þar í heimsókn. Það var ekki nóg því Phoenix sigraði 129-121. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir Phoenix og náði hann að rjúfa 20.000 stiga múrinn. Úrslit frá því í gær: New York - Phoenix 121-129 Washington - Utah 108-101 Memphis - Chicago 84-96 Philadelphia - Charlotte 96-92 Houston - Milwaukee 93-84 New Orleans - Toronto 93-84 Detroit - Dallas 103-89 LA Clippers - Indiana 114-107 Atlanta - Sacramento 100-98 Golden State - New Jersey 109-100 Boston - Orlando 109-106 Portland - Minnesota 113-102 LA Lakers - Oklahoma 101-94
NBA Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira