Umfjöllun: Valsstúlkur keyrðu yfir andlausa Framara í seinni hálfleik Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2011 22:44 Valskonan Íris Ásta Pétursdóttir lætur hér vaða á markið í kvöld. Mynd/Stefán Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita