Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, segir að það hafi gefið sínum aukinn kraft fyrir oddaleikinn gegn Hamri í gær að sjá leikskrá Hvergerðinga fyrir leikinn.
Njarðvík tryggði sér sæti í lokaúrslitum úrslitakeppninnar í Iceland Express-deild kvenna með því að vinna Hamar í undanúrslitunum, 3-2. Oddaleikinn unnu Njarðvíkingar í Hveragerði í gær, 74-67.
„Rétt fyrir leik sáum við leikskrána sem Hamar hafði útbúið fyrir leikinn,“ sagði Sverrir í hádegisfréttum Bylgjunnar en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
„Þar auglýsir Hamar fyrsta leik liðsins gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu. Ég sá það strax á stelpunum að þetta gaf þeim aukinn kraft, rétt fyrir leikinn.“
„Mér fannst þetta ekki fagmannlegt að gera svona lagað þegar að liðið er ekki einu sinni komið í úrslitaeinvígið. En þetta hjálpaði okkur og ég er ánægður með það.“
Sverrir: Leikskrá Hamars gaf okkur aukinn kraft
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið


„Manchester er heima“
Enski boltinn

„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn




De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn
