Umfjöllun: Öruggt hjá Fram gegn Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 30. mars 2011 21:31 Pavla Nevarilova skorar í kvöld. Mynd/Vilhelm Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson. Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Sjá meira
Framarar sigruðu Stjörnuna auðveldlega í Safamýrinni í kvöld, 38-30, en þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum N1-deildar kvenna. Framarar héldu forystunni allan leikinn og komust mest í 10 marka forskot í seinni hálfleik. Karen Knútsdóttir var atkvæðamest í liði heimamanna með 10 mörk og Íris Björk Símonardóttir stóð vaktina í markinu og varði 18 skot. Hjá gestunum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir markahæst með 10 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 7. Það var gríðarleg eftirvænting fyrir leikinn enda liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar að eigast við. Fyrri viðureignir liðanna í vetur enduðu báðir með eins marks sigri Framara og því flestir sem bjuggust við spennandi og skemmtilegum leik. Leikurinn byrjaði með látum og voru það gestirnir úr Garðabæ sem skoruðu fyrsta mark leiksins en Framarar svöruðu með þrem mörkum í röð og voru fjórum mörkum yfir eftir fimm mínútna leik 6-2. Framstúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og héldu 3-4 marka forystu lengi vel. Þegar um fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleik skoraði Stjarnan 3 mörk í röð og minnkaði muninn í 2 mörk með góðri rispu en staðan í hálfleik var 18-15 heimamönnum í vil. Í liði heimamanna voru þær Karen Knútsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir markahæstar í hálfleik með 5 mörk hvor. En hjá gestunum var það Elísabet Gunnarsdóttir sem dró vagninn með 6 mörk. Framarar komu gríðarlega ákveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu 7 mörk gegn 2 á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins. Stjörnustúlkur komust hvorki lönd né strönd gegn vel skipulögðu liði Framara og fór munurinn mest í 10 mörk þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum 34-24. Sigur Framara var aldrei í hættu og síst of stór en lokatölur í Safamýrinni 38-30. Stjarnan því komin með bakið upp við vegg en þær verða að vinna næsta leik liðanna sem fram fer á laugardaginn í Garðabænum til að knýja fram oddaleik í Safamýrinni. Fram-Stjarnan 38-30 Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 10, Hildur Þorgeirsdóttir 8, Stella Sigurðardóttir 5, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1 og María Karlsdóttir 1. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18, Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir 2. Utanvallar: 0 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 10, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Hanna G. Stefánsdóttir 3, Sólveig Lára Kjærnested 2, Kristín Jóhanna Clausen 2, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreinsdóttir 1, Rut Steinsen 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1 og Hildur Harðardóttir 1. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 7, Sólveig Björk Ásmundardóttir 7. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Júlíus Sigurjónsson og Bjarni Viggósson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Sjá meira