Afskráning Össurar hf. sýnir skaðsemi haftanna 7. mars 2011 12:12 Ákvörðun aðalfundar stoðtækjafyrirtækisins Össurar úr Kauphöllinni segir talsvert um stöðu hins íslenska hlutabréfamarkaðar og hversu skaðleg gjaldeyrishöft geta verið. Fjölþjóðlegt fyrirtæki á borð við Össur sem þarf umfram annað erlenda fjármögnun hefur lítið að sækja inn á þennan markað sem sökum gjaldeyrishafta getur einungis skapað félaginu íslenskar krónur. Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar kemur fram að uppbygging markaðarins við umhverfi gjaldeyrishafta verður því fyrst og fremst með skráningu félaga sem þarfnast innlendrar krónufjármögnunar. Mun það takmarka verulega hversu hratt markaðurinn getur byggst upp. Höftin takmarka líka verulega áhuga fjárfesta og þá ekki síst erlendra fjárfesta að markaðinum. Afskráning Össurar, þar sem meirihluti fjárfesta eru erlendir, er til merkis um þetta en erlendir hluthafar félagsins hafa verið meira áfram um afskráninguna en þeir íslensku. Aðalfundur samþykkti afskráninguna á föstudaginn með um 70% atkvæða. Össur hefur verið skráð í íslensku kauphöllinni frá árinu 1999 og er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Fyrirtækið hefur verið allar götur frá skráningu skipað umfangsmikinn sess á hlutabréfamarkaðinum og uppbyggingu hans og að sama skapi hefur hinn íslenski hlutabréfamarkaðar átt stóran þátt í uppbyggingu Össurar. Frá skráningu hefur fyrirtækið sótt sér talsvert fé á hinum íslenska hlutabréfamarkaði sem hefur nýst því í uppbyggingu þess. Forstjóri fyrirtækisins, Jón Sigurðsson, hefur sagt að starfsemi félagsins hér á landi hafi verið að aukast og ekki sé von á breytingum þar á. Hins vegar sé það afar erfitt að reka alþjóðafyrirtæki á Íslandi með krónuna og gjaldeyrishöftin. Afskráningin tengist því efnahagsumhverfinu og þá umfram annað fyrirkomulagi gjaldeyrismála. Össur hefur verið skráð bæði í kauphöllinni hér á landi sem og í Kaupmannahöfn síðan í lok árs 2009 en mun nú einvörðungu vera skráð í síðarnefndu kauphöllinni. Íslenskir hluthafar Össurar sem eignuðust bréf sín fyrir 1. nóvember síðastliðinn hafa fengið undanþágu frá Seðlabankanum varðandi umbreytingu bréfa sinna og flutning þeirra úr íslensku Kauphöllinni yfir í þá dönsku. Núverandi hluthafar Össurar sem eignuðust hlutabréf sín í Kauphöll Íslands eru bundnir skilaskyldu á gjaldeyri við sölu á hlutabréfum sínum í Kaupmannahöfn. Afskráningin merkir einnig að íslenskir fjárfestar geta ekki lengur fjárfest í Össuri fyrir krónueignir sínar en geta hins vegar notað eignir sínar í erlendri mynt, eigi þeir einhverjar, til að fjárfesta í hlutabréfum félagsins í Kaupmannahöfn. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Ákvörðun aðalfundar stoðtækjafyrirtækisins Össurar úr Kauphöllinni segir talsvert um stöðu hins íslenska hlutabréfamarkaðar og hversu skaðleg gjaldeyrishöft geta verið. Fjölþjóðlegt fyrirtæki á borð við Össur sem þarf umfram annað erlenda fjármögnun hefur lítið að sækja inn á þennan markað sem sökum gjaldeyrishafta getur einungis skapað félaginu íslenskar krónur. Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar kemur fram að uppbygging markaðarins við umhverfi gjaldeyrishafta verður því fyrst og fremst með skráningu félaga sem þarfnast innlendrar krónufjármögnunar. Mun það takmarka verulega hversu hratt markaðurinn getur byggst upp. Höftin takmarka líka verulega áhuga fjárfesta og þá ekki síst erlendra fjárfesta að markaðinum. Afskráning Össurar, þar sem meirihluti fjárfesta eru erlendir, er til merkis um þetta en erlendir hluthafar félagsins hafa verið meira áfram um afskráninguna en þeir íslensku. Aðalfundur samþykkti afskráninguna á föstudaginn með um 70% atkvæða. Össur hefur verið skráð í íslensku kauphöllinni frá árinu 1999 og er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins. Fyrirtækið hefur verið allar götur frá skráningu skipað umfangsmikinn sess á hlutabréfamarkaðinum og uppbyggingu hans og að sama skapi hefur hinn íslenski hlutabréfamarkaðar átt stóran þátt í uppbyggingu Össurar. Frá skráningu hefur fyrirtækið sótt sér talsvert fé á hinum íslenska hlutabréfamarkaði sem hefur nýst því í uppbyggingu þess. Forstjóri fyrirtækisins, Jón Sigurðsson, hefur sagt að starfsemi félagsins hér á landi hafi verið að aukast og ekki sé von á breytingum þar á. Hins vegar sé það afar erfitt að reka alþjóðafyrirtæki á Íslandi með krónuna og gjaldeyrishöftin. Afskráningin tengist því efnahagsumhverfinu og þá umfram annað fyrirkomulagi gjaldeyrismála. Össur hefur verið skráð bæði í kauphöllinni hér á landi sem og í Kaupmannahöfn síðan í lok árs 2009 en mun nú einvörðungu vera skráð í síðarnefndu kauphöllinni. Íslenskir hluthafar Össurar sem eignuðust bréf sín fyrir 1. nóvember síðastliðinn hafa fengið undanþágu frá Seðlabankanum varðandi umbreytingu bréfa sinna og flutning þeirra úr íslensku Kauphöllinni yfir í þá dönsku. Núverandi hluthafar Össurar sem eignuðust hlutabréf sín í Kauphöll Íslands eru bundnir skilaskyldu á gjaldeyri við sölu á hlutabréfum sínum í Kaupmannahöfn. Afskráningin merkir einnig að íslenskir fjárfestar geta ekki lengur fjárfest í Össuri fyrir krónueignir sínar en geta hins vegar notað eignir sínar í erlendri mynt, eigi þeir einhverjar, til að fjárfesta í hlutabréfum félagsins í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira