Stjarna New Orleans Hornets, Chris Paul, mun ekki spila gegn Chicago Bulls í nótt eftir að hafa fengið heilahristing gegn Cleveland í nótt.
Paul var borinn af velli á börum og farið með hann á spítala þar sem staðfest var að hann hefði fengið heilahristing.
Hann kom til móts við liðið áður en það yfirgaf Cleveland og flaug með til Chicago. Forráðamenn liðsins hafa þó staðfest að hann taki ekki þátt í leiknum í nótt.
"Hann er í góðum anda og vissi líka að við unnum leikinn þannig að það virðist allt vera í lagi," sagði Monty Williams, þjálfari Hornets.
Paul fékk heilahristing og spilar ekki í nótt
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn