Átta liða úrslitin í Iceland Express deild karla halda áfram í kvöld og þar sem Keflavík sem endaði í þriðja sæti deildarinnar leikur gegn ÍR sem endaði í sjötta sæti. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir málin með Guðjóni Guðmundssyni íþróttafréttamanni.
Það er ljóst að ÍR-ingar glíma við erfitt verkefni og var það mat þeirra Benedikts og Svala að það séu miklar líkur á því að Keflavík fari áfram í undanúrslit.
„Keflavíkingar eru með marga góðar varnarmenn og gott jafnvægi á milli varnar og sóknar. Ég held að Keflavík eigi eftir að fara langt í þessari úrslitakeppni," sagði Benedikt m.a. í þættinum.
Svali benti á það að ÍR og Keflavík hafa áður mæst í úrslitakeppni og þar var hart barist og réðust úrslitin í oddaleik eftir að ÍR hafði komist í 2-0.
IE-deildin: Svali og Benedikt telja að Keflavík fari langt í úrslitakeppninni
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn