NBA: Miami missti niður 24 stiga forskot í tapi gegn Orlando Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2011 09:00 Mynd/AP Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar. Miami var 73-49 yfir í þriðja leikhluta en Orlando-liðið fór þá á 40-9 sprett á fimmtán mínútum og komst yfir í 89-82. „Þetta kallar á útskýringu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando og bætti við: „Það er ótrúlegt að ná að gera þetta á útivelli og þetta var stórkostlegur sigur," sagði Van Gundy.Mynd/APLeBron James og Dwyane Wade skoruðu saman 47 stig í fyrri hálfleik (hittu úr 18 af 21 skoti) og voru þá búnir að skora tveimur stigum meira en allt Orlando-liðið til samans. James endaði með 29 stig og Wade skoraði 28 stig. Þeir klikkuðu á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhluta og hittu aðeins úr 3 af 13 skotum í seinni hálfleik. Jason Richardson var með 24 stig fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 12 af 16 stigum sínum í seinni hálfleik og Dwight Howard var með 14 stig og 18 fráköst en Howard vann allt Miami-liðið í fráköstum í fjórða leikhlutanum (10-9).Mynd/APÞað var einn annar leikur í NBA-deildinni í nótt en Denver Nuggets vann þá 103-101 útisigur á Utah Jazz. Denver er þar með búið að vinna fimm af sex leikjum síðan liðið skipti Carmelo Anthony og Chauncey Billups til New York en Utah hefur hinsvegar tapað sex af sjö leikjum síðan að Ty Corbin tók við af Jerry Sloan. Ty Lawson skoraði 22 stig fyrir Denver og Aaron Afflalo skoraði 19 stig en hjá Utah var C.J. Miles með 22 stig og Devin Harris bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Utah-liðið hefur nú tapað sjö heimaleikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins í Salt Lake City síðan 1982. NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar. Miami var 73-49 yfir í þriðja leikhluta en Orlando-liðið fór þá á 40-9 sprett á fimmtán mínútum og komst yfir í 89-82. „Þetta kallar á útskýringu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Orlando og bætti við: „Það er ótrúlegt að ná að gera þetta á útivelli og þetta var stórkostlegur sigur," sagði Van Gundy.Mynd/APLeBron James og Dwyane Wade skoruðu saman 47 stig í fyrri hálfleik (hittu úr 18 af 21 skoti) og voru þá búnir að skora tveimur stigum meira en allt Orlando-liðið til samans. James endaði með 29 stig og Wade skoraði 28 stig. Þeir klikkuðu á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhluta og hittu aðeins úr 3 af 13 skotum í seinni hálfleik. Jason Richardson var með 24 stig fyrir Orlando, Jameer Nelson skoraði 12 af 16 stigum sínum í seinni hálfleik og Dwight Howard var með 14 stig og 18 fráköst en Howard vann allt Miami-liðið í fráköstum í fjórða leikhlutanum (10-9).Mynd/APÞað var einn annar leikur í NBA-deildinni í nótt en Denver Nuggets vann þá 103-101 útisigur á Utah Jazz. Denver er þar með búið að vinna fimm af sex leikjum síðan liðið skipti Carmelo Anthony og Chauncey Billups til New York en Utah hefur hinsvegar tapað sex af sjö leikjum síðan að Ty Corbin tók við af Jerry Sloan. Ty Lawson skoraði 22 stig fyrir Denver og Aaron Afflalo skoraði 19 stig en hjá Utah var C.J. Miles með 22 stig og Devin Harris bætti við 21 stigi og 9 stoðsendingum. Utah-liðið hefur nú tapað sjö heimaleikjum í röð sem er lengsta taphrina liðsins í Salt Lake City síðan 1982.
NBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira