Tengist ekki skuldauppgjöri 3. maí 2011 06:30 Þorsteinn Már og Guðmundur greindu starfsfólki fyrirtækisins frá breytingunum. fréttablaðið/heiða Starfsmannafundur Hjá nýju félagi, Útgerðarfélagi Akureyrar, munu um 150 fyrrverandi starfsmenn Brims starfa.fréttablaðið/Heiða Kaup Samherja á eignum Brims hf. á Akureyri tengjast ekki skuldauppgjöri Brims við Landsbankann, að sögn Guðmundar Kristjánssonar forstjóra. Breytt eignarhald hefur ekki teljandi áhrif á starfsmannahald og rekstur. „Þetta eru einfaldlega viðskipti. Við vorum búnir að eiga þetta í sjö ár og komumst að samkomulagi við heimamenn um sölu á þessum eignum. Við vorum sáttir við verðið og kveðjum Akureyri sáttir,“ segir Guðmundur. Sala eignanna á Akureyri tengist ekki stöðu Brims innan Landsbankans, að sögn Guðmundar sem er aðaleigandi félagsins. Skuldastaða Brims hefur verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir efnahagshrunið 2008. Í Kastljósi í febrúar 2010 sagði að skuldir Brims og Guðmundar Kristjánssonar og tveggja eignarhaldsfélaga sem tengjast Brimi voru samtals 24 milljarðar króna í Landsbankanum sumarið 2008. Ekki fengust upplýsingar um skuldastöðu Brims hjá Landsbankanum í gær. Hins vegar fékkst staðfest að bankinn beitti engum þrýstingi og frumkvæði að viðskiptunum kom frá Brimi. Viðskiptin um helgina eru þau stærstu í íslenskum sjávarútvegi um árabil. Kaupverðið er 14,5 milljarðar króna og til nýs dótturfélags, Útgerðarfélags Akureyrar, gengur fiskvinnsla á Akureyri og Laugum, ísfisktogararnir Sólbakur og Mars auk 5.900 tonna aflaheimilda í þorski, ýsu, steinbít og skarkola. Samherji leggur fram 3,6 milljarða en Landsbankinn fjármagnar tæpa 11 milljarða af kaupverðinu og verður viðskiptabanki ÚA. Guðmundur segir að frá 2008 virðist hafa gleymst að menn verði að hafa viðskipti. „Hér eru báðir aðilar sáttir og við fögnum því að heimamenn koma aftur að þessu.“ Spurður um hvort hann hafi hagnast á viðskiptunum segir Guðmundur að eftir bankabóluna taki hann öllum fregnum um tap og hagnað með fyrirvara. Hann segir Brim munu einbeita sér að útgerð og sjófrystingu en félagið er áfram eitt stærsta sjávarútvegsfélag landsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Guðmundur héldu sameiginlega starfsmannafund í gær. Þar kom fram að starfsfólk þyrfti ekki að kvíða, enda væru engar miklar breytingar í farvatninu hvað varðar rekstur eða starfsmannahald. svavar@frettabladid.is Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Starfsmannafundur Hjá nýju félagi, Útgerðarfélagi Akureyrar, munu um 150 fyrrverandi starfsmenn Brims starfa.fréttablaðið/Heiða Kaup Samherja á eignum Brims hf. á Akureyri tengjast ekki skuldauppgjöri Brims við Landsbankann, að sögn Guðmundar Kristjánssonar forstjóra. Breytt eignarhald hefur ekki teljandi áhrif á starfsmannahald og rekstur. „Þetta eru einfaldlega viðskipti. Við vorum búnir að eiga þetta í sjö ár og komumst að samkomulagi við heimamenn um sölu á þessum eignum. Við vorum sáttir við verðið og kveðjum Akureyri sáttir,“ segir Guðmundur. Sala eignanna á Akureyri tengist ekki stöðu Brims innan Landsbankans, að sögn Guðmundar sem er aðaleigandi félagsins. Skuldastaða Brims hefur verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum eftir efnahagshrunið 2008. Í Kastljósi í febrúar 2010 sagði að skuldir Brims og Guðmundar Kristjánssonar og tveggja eignarhaldsfélaga sem tengjast Brimi voru samtals 24 milljarðar króna í Landsbankanum sumarið 2008. Ekki fengust upplýsingar um skuldastöðu Brims hjá Landsbankanum í gær. Hins vegar fékkst staðfest að bankinn beitti engum þrýstingi og frumkvæði að viðskiptunum kom frá Brimi. Viðskiptin um helgina eru þau stærstu í íslenskum sjávarútvegi um árabil. Kaupverðið er 14,5 milljarðar króna og til nýs dótturfélags, Útgerðarfélags Akureyrar, gengur fiskvinnsla á Akureyri og Laugum, ísfisktogararnir Sólbakur og Mars auk 5.900 tonna aflaheimilda í þorski, ýsu, steinbít og skarkola. Samherji leggur fram 3,6 milljarða en Landsbankinn fjármagnar tæpa 11 milljarða af kaupverðinu og verður viðskiptabanki ÚA. Guðmundur segir að frá 2008 virðist hafa gleymst að menn verði að hafa viðskipti. „Hér eru báðir aðilar sáttir og við fögnum því að heimamenn koma aftur að þessu.“ Spurður um hvort hann hafi hagnast á viðskiptunum segir Guðmundur að eftir bankabóluna taki hann öllum fregnum um tap og hagnað með fyrirvara. Hann segir Brim munu einbeita sér að útgerð og sjófrystingu en félagið er áfram eitt stærsta sjávarútvegsfélag landsins. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Guðmundur héldu sameiginlega starfsmannafund í gær. Þar kom fram að starfsfólk þyrfti ekki að kvíða, enda væru engar miklar breytingar í farvatninu hvað varðar rekstur eða starfsmannahald. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun