Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands hækkar að nýju

Skuldatryggingaálag Íslands fer nú hækkandi að nýju eftir að hafa lækkað töluvert frá áramótum og fram að síðasta mánuði. Álagið stendur nú í 260 punktum samkvæmt vefsíðunni keldan.is sem aftur sækir upplýsingar sínar til Bloomberg/CMA gagnaveitunnar.

Skuldatryggingaálag Íslands fór lægst í 220 punta í fyrstu vikunni í apríl en hefur hækkað um 40 punkta síðan þá. Er álagið nú á svipuðum slóðum og það var um áramótin þegar það mældist 264 punktar.

Álag upp á 260 punkta þýðir að það kostar 2,6% af nafnverði skuldabréfa til fimm ára að tryggja þau fyrir greiðslufalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×