Erlent

Hægri öfgamaður drap tvo og særði þrjá í Flórens

Ginaluca Casseri, fimmtugur ítalskur rithöfundur og hægri öfgamaður, stóð fyrir skotárás á hóp götusala frá Senegal í miðborg Flórens í gærdag með þeim afleiðingum að tveir þeirra létust og þrír liggja særðir eftir.

Lögreglan í Flórens fann síðan Casseri í undirgöngum við árásarstaðinn þar sem hann hafði svipt sig lífi með skammbyssu.

Borgarstjórinn í Flórens hefur fordæmt þessa árás og segir hann gerða af brjáluðum kynþáttahatara.

Casseri tilheyrði öfgasamtökunum Casa Pound en þau hafa svarið af sér gjörðir hans og segja að samtökin styðji ekki ofbeldi í hvaða mynd sem er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×