Erlent

Læknar vilja að kaþólskar nunnur fái að nota p-pillur

Það hefur hingað til ekki verið talin mikil hætta á að kaþólskar nunnur verði óléttar. Læknar vilja samt að kaþólska kirkjan gefi þeim leyfi til að vera á p-pillum.

Þetta kemur fram í hinu virta breska læknatímariti Lancet. Fyrir einhverja kemur þetta á óvart þar sem litlar líkur eru á að þær 90.000 kaþólsku nunnur sem til eru í heiminum verði óléttar enda hafa þær svarið eið um skírlífi sitt.

Hinsvegar er beiðnin um að nunnurnar fái að nota p-pillur byggð á læknisfræðilegum rökum. Rannsóknir hafa nefnilega leitt í ljós að þær konur sem aldrei verða óléttar á ævinni eru mun líklegri en aðrar að fá krabbamein í eggjastokka, brjóstkrabbamein og krabbamein í móðurlífi.

Ítalski læknirinn Barnadino Ramazzini tók eftir því strax árið 1713 að  brjóstkrabbamein var töluvert algengara hjá nunnum en öðrum konum.

Tveir ástralskir læknar segir að með því að nota p-pilluna geti nunnurnar dregið verulega úr líkunum á því að fá fyrrgreind krabbamein.

Hinsvegar er ekki er talið líklegt að kaþólska kirkjan samþykki p-pillur fyrir nunnur sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×