Verðum líklega beitt pólitískum þrýstingi ef við töpum Höskuldur Kári Schram skrifar 14. desember 2011 18:30 Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, telur líklegt að Bretar og Hollendingar muni beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram efndir í Icesave málinu ef niðurstaða EFTA dómstólsins verður Íslandi í óhag. Niðurstaða gæti legið fyrir í lok næsta árs. Lárus Blöndal átti sæti í síðustu samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að ESA hafi ákveðið að stefna Íslendingum. „Nú menn þurfa að sjá hvernig málið verður borið upp undir dómstólinn og síðan taka menn til varna. Eins og ég sagði áðan þá er búið að vinna mikið í þeim málum. Það er búið að leggja fram til ESA okkar sjónarmið í málinu. Þannig að menn munu halda þeim sjónarmiðum til streitu. Ég gæti trúað því að þetta ferli taki svona eitt ár eða rúmlega það," segir Lárus. EFTA dómstóllinn mun einungis taka afstöðu til þess hvort Íslendingar hafi brotið gegn EES samningnum en ekki ákveða skaðabætur eða vexti. „Ef að við töpum málinu þá teljumst við hafa brotið gegn EES samningnum og það þýðir auðvitað að sá samningur er væntanlega í uppnámi þangað til að eitthvað hefur verið gert til að leiðrétta það," útskýrir Lárus. Ef íslendingar tapa málinu hafa Bretar og Hollendingar nokkra möguleika í stöðunni. Þeir gætu farið í skaðabótamál við íslenska ríkið en það mál yrði rekið fyrir íslenskum dómstólum. Lárus telur ólíklegt að sú leið verði fyrir valinu. Sjálfur tel ég líklegra að ef að menn ná ekki saman um að leysa úr þessu máli eftir að þessi niðurstaða fæst, þá muni menn væntanlega beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram lausn. Við erum með samning sem margir telja mjög mikilvægan fyrir ísland og ef að við teljumst vera brotleg við þann samning, þá er augljóst að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana til að lagfæra það, ef við ætlum að halda samningnum til streitu," segir Lárus. Íslendingar verða aftur að semja um vaxtakjör við Breta og Hollendinga ef málið tapast fyrir Efta dómstólnum. Að þessu sinni verður samningsstaða íslendinga ekki góð og því líklegt að Bretar og Hollendingar muni leggja fram kröfu um mun hærri vexti en Íslendingum stóð til boða í síðasta Icesave-samningi. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, telur líklegt að Bretar og Hollendingar muni beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram efndir í Icesave málinu ef niðurstaða EFTA dómstólsins verður Íslandi í óhag. Niðurstaða gæti legið fyrir í lok næsta árs. Lárus Blöndal átti sæti í síðustu samninganefnd Íslands í Icesave málinu. Hann segir að það hafi ekki komið sér á óvart að ESA hafi ákveðið að stefna Íslendingum. „Nú menn þurfa að sjá hvernig málið verður borið upp undir dómstólinn og síðan taka menn til varna. Eins og ég sagði áðan þá er búið að vinna mikið í þeim málum. Það er búið að leggja fram til ESA okkar sjónarmið í málinu. Þannig að menn munu halda þeim sjónarmiðum til streitu. Ég gæti trúað því að þetta ferli taki svona eitt ár eða rúmlega það," segir Lárus. EFTA dómstóllinn mun einungis taka afstöðu til þess hvort Íslendingar hafi brotið gegn EES samningnum en ekki ákveða skaðabætur eða vexti. „Ef að við töpum málinu þá teljumst við hafa brotið gegn EES samningnum og það þýðir auðvitað að sá samningur er væntanlega í uppnámi þangað til að eitthvað hefur verið gert til að leiðrétta það," útskýrir Lárus. Ef íslendingar tapa málinu hafa Bretar og Hollendingar nokkra möguleika í stöðunni. Þeir gætu farið í skaðabótamál við íslenska ríkið en það mál yrði rekið fyrir íslenskum dómstólum. Lárus telur ólíklegt að sú leið verði fyrir valinu. Sjálfur tel ég líklegra að ef að menn ná ekki saman um að leysa úr þessu máli eftir að þessi niðurstaða fæst, þá muni menn væntanlega beita pólitískum þrýstingi til að knýja fram lausn. Við erum með samning sem margir telja mjög mikilvægan fyrir ísland og ef að við teljumst vera brotleg við þann samning, þá er augljóst að við þurfum að grípa til einhverra ráðstafana til að lagfæra það, ef við ætlum að halda samningnum til streitu," segir Lárus. Íslendingar verða aftur að semja um vaxtakjör við Breta og Hollendinga ef málið tapast fyrir Efta dómstólnum. Að þessu sinni verður samningsstaða íslendinga ekki góð og því líklegt að Bretar og Hollendingar muni leggja fram kröfu um mun hærri vexti en Íslendingum stóð til boða í síðasta Icesave-samningi.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira