Stanslaust hringt í nýliðann Vergne eftir ráðningu 16. desember 2011 15:15 Jean Eric Vergne verður keppnisökumaður með Torro Rosso á næsta ári. MYND: Getty Images/Peter Fox Jean Eric Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 á næsta ári með Torro Rosso liðinu. Hann varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi 2010 og náði markverðum árangri á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir síðustu Formúlu 1 keppni ársins á dögunum. Torro Rosso ákvað að skipta um báða keppnisökumenn sína fyrir næsta keppnistímabil og eru Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari ekki lengur ökumenn liðsins. Auk Vergne þá verður Ástralinn Daniel Ricciardo ökumaður Torro Rosso, en hann ók með HRT liðinu í ár. Vergne er frá Frakklandi og fékk fréttirnar um ráðninguna í vikunni. „Ég var heima í París þegar ég fékk símtalið. Ég var mjög spenntur og vildi segja öllum frá, en þorði ekki að hringja í neinn fyrr en liðið sagði mér að þetta hefði verið tilkynnt formlega. Um leið og ég vissi það, byrjaði ég að hringja í forledra mína og fjölskyldu að sjálfsögðu og þjálfara minn. Líka aðra sem hafa hjálpð mér gegnum tíðina. Eftir þetta gat ég ekki hringt, því fólk hringdi stanslaust í mig," sagði Vergne í fréttatilkynningu frá Torro Rosso. Vergne varð í öðru sæti í svokallaðri Formúlu Renault 3.5 mótaröð á þessu keppnistímabili. Hann ók líka á þremur föstudagsæfingum með Torro Rosso á tímabilinu. Vergne náði síðan besta tíma þrjá daga í röð á æfingunum í Abú Dabí, þegar Formúlu 1 lið leyfðu ungum ökumönnum að spreyta sig um borð í bílum sínum. Vergne ók meistarabil Red Bull keppnisliðiðsins á æfingunum, en Red Bull fyrirtækið í Austurríki á Torro Rosso liðið líka. Aðspurður um hvort álagið hefði verið mismikið við ólíkar aðstæður sagði Vergne: „Þetta er allt eins hjá mér, af því að í hvert skipti sem ég er undir stýri, sama hvað bíll um ræðir eða í hvaða mótaröð sem er, þá nýt ég mín alltaf. Ég finn ekki fyrir pressu. Ég reyni bara að gera mitt besta og vera eins fagmannlegur og mögulegt er." Vergne og Ricciardo hafa áður starfað saman og þeir hafa verið studdir af Red Bull á ferli sínum og hafa svipaðan akstursstíl að sögn Vergne, sem telur Ricciardo hafa það umfram sig að hafa keppt á þessu ári í Formúlu 1. „Ég veit að ég hef margt að læra og vonast til að gera það hratt. Ég geri mér grein fyrir því að það gæti orðið erfitt, en ég veit að almennt séð að þá læri ég hratt. Það hefur verið rauninn í öllum mótaröðum sem ég hef keppt í til þessa. Formúla 1 er öðruvísi, erfiðara en aðrar mótaraðir, en ég hef sjálfstraust." Vergne mun verja jólunum með fjölskyldunni og ætlar að æfa af kappi líkamlega séð til að vera tilbúinn fyrir langt og strangt tímabil sem er framundan. Fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar. Formúla Íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jean Eric Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 á næsta ári með Torro Rosso liðinu. Hann varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi 2010 og náði markverðum árangri á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir síðustu Formúlu 1 keppni ársins á dögunum. Torro Rosso ákvað að skipta um báða keppnisökumenn sína fyrir næsta keppnistímabil og eru Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari ekki lengur ökumenn liðsins. Auk Vergne þá verður Ástralinn Daniel Ricciardo ökumaður Torro Rosso, en hann ók með HRT liðinu í ár. Vergne er frá Frakklandi og fékk fréttirnar um ráðninguna í vikunni. „Ég var heima í París þegar ég fékk símtalið. Ég var mjög spenntur og vildi segja öllum frá, en þorði ekki að hringja í neinn fyrr en liðið sagði mér að þetta hefði verið tilkynnt formlega. Um leið og ég vissi það, byrjaði ég að hringja í forledra mína og fjölskyldu að sjálfsögðu og þjálfara minn. Líka aðra sem hafa hjálpð mér gegnum tíðina. Eftir þetta gat ég ekki hringt, því fólk hringdi stanslaust í mig," sagði Vergne í fréttatilkynningu frá Torro Rosso. Vergne varð í öðru sæti í svokallaðri Formúlu Renault 3.5 mótaröð á þessu keppnistímabili. Hann ók líka á þremur föstudagsæfingum með Torro Rosso á tímabilinu. Vergne náði síðan besta tíma þrjá daga í röð á æfingunum í Abú Dabí, þegar Formúlu 1 lið leyfðu ungum ökumönnum að spreyta sig um borð í bílum sínum. Vergne ók meistarabil Red Bull keppnisliðiðsins á æfingunum, en Red Bull fyrirtækið í Austurríki á Torro Rosso liðið líka. Aðspurður um hvort álagið hefði verið mismikið við ólíkar aðstæður sagði Vergne: „Þetta er allt eins hjá mér, af því að í hvert skipti sem ég er undir stýri, sama hvað bíll um ræðir eða í hvaða mótaröð sem er, þá nýt ég mín alltaf. Ég finn ekki fyrir pressu. Ég reyni bara að gera mitt besta og vera eins fagmannlegur og mögulegt er." Vergne og Ricciardo hafa áður starfað saman og þeir hafa verið studdir af Red Bull á ferli sínum og hafa svipaðan akstursstíl að sögn Vergne, sem telur Ricciardo hafa það umfram sig að hafa keppt á þessu ári í Formúlu 1. „Ég veit að ég hef margt að læra og vonast til að gera það hratt. Ég geri mér grein fyrir því að það gæti orðið erfitt, en ég veit að almennt séð að þá læri ég hratt. Það hefur verið rauninn í öllum mótaröðum sem ég hef keppt í til þessa. Formúla 1 er öðruvísi, erfiðara en aðrar mótaraðir, en ég hef sjálfstraust." Vergne mun verja jólunum með fjölskyldunni og ætlar að æfa af kappi líkamlega séð til að vera tilbúinn fyrir langt og strangt tímabil sem er framundan. Fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira