Erlent

Yfir fimmhundruð látnir eftir fellibyl á Filippseyjum

Frá björgunaraðgerðum þar síðustu nótt.
Frá björgunaraðgerðum þar síðustu nótt.
Tala látinna í flóðum og aurskriðum á Filippseyjum í kjölfar hitabeltisstormsins Washi sem reið yfir landið í fyrrinótt er komin yfir fimmhundruð og sjötíu og er búist við að talan eigi eftir að hækka því fimmhundruð er enn saknað.

Björgunarmenn hafa enn ekki náð til nokkurra svæða sem urðu illa úti en Rauði Krossinn áætlar að fjögurhundruð þúsund íbúar þurfi á aðstoð að halda í kjölfar hamfaranna, að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×