Erlent

Síðustu hermennirnir fóru í skjóli nætur - óvissan tekur við

Síðustu hermennirnir fóru í skjóli nætur frá Írak. Hersetunni lokið.
Síðustu hermennirnir fóru í skjóli nætur frá Írak. Hersetunni lokið. Mynd / AP
Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Írak snemma í morgun. Fimm hundruð hermenn á skriðdrekum og öðrum faratækjum óku í skjóli nætur að landamærum Kúveit. Enginn vissi af ferð þeirra og var það gert til þess að koma í veg fyrir árásir á hersveitirnar.

Þar með er níu ára langri hertöku Bandaríkjamanna í Írak lokið. Samkvæmt AP fréttastofunni fögnuðu hermennirnir ógurlega og féllust í faðma þegar þeir voru komnir yfir landamærin.

Íraksstríðið hefur kostað hundrað þúsund íraska borgara lífið og 4500 bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í landinu. Þá hafa bandarískir skattgreiðendur þurft að punga út átta þúsund milljörðum dollara til þess að fjármagna stríðið.

Nú tekur við allnokkur óvissa. Um það er deilt hvað tekur við í landinu, hvort hryðjuverkamenn munu enn herja á ríkisstjórnina og hvort ríkisstjórnin muni halda tryggð við bandarísk yfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×