Erlent

Þýskur þingmaður vill alþjóðlega rannsókn á flugumanninum

Mark Kennedy.
Mark Kennedy.
Þýski þingmaðurinn Andrej Hunko, þingmaður Der Linke í Þýskalandi, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar málsókn átta kvenna sem hafa kært flugumanninn Mark Kennedy fyrir að hafa tælt sig í ástarsambönd á fölskum forsendum í Bretlandi.

Mark Kennedy fór víða, meðal annars dvaldi hann með mótmælendum á Kárahnjúkum.

Þýski þingmaðurinn segir störf flugumannanna brjóta í bága við 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um rétt til einka- og fjölskyldulífs.

Á heimasíðu náttúruverndarsamtakanna Saving Iceland, þar sem finna má yfirlýsingu Andrej, kemur fram að þingmaðurinn vilji setja á fót óháða og alþjóðlega rannsókn á máli Mark Kennedy og annara lögreglunjósnara sem plantað hefur verið í andófshópa um víða veröld

Þar segir ennfremur að að Þýsk og írsk yfirvöld hafi fyrir löngu viðurkennt að hafa haft vitneskju um störf Kennedy og átt í samstarfi við hann á meðan hann starfði sem flugumaður.

Kennedy sagði sjálfur eftirfarandi í viðtali við breska blaðið Daily Mail: „Ég fór aldrei til útlanda nema með leyfi frá yfirmönnum mínum og lögreglunni á staðnum.“

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, heimtaði svör frá ríkislögreglustjóra um störf Kennedys hér á landi. Fátt var um efnisleg svör hjá Ríkislögreglustjóra og var því til stuðnings helst vitnað til þagnarskyldu íslensku lögreglunnar gagnvart þeirri bresku.

Hér er hægt að nálgast heimasíðu Saving Iceland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×