Erlent

Stolið frá þjófum í miðjum þjófnaði

Fólki hnuplaði smávörum úr matvörubúð.
Fólki hnuplaði smávörum úr matvörubúð.
Búðarþjófar í Utah fylki í Bandaríkjunum fengu að kenna á því þegar þeir reyndu að hnupla vörum úr matvörubúð.

Um var að ræða par sem stungu smávörum inn á sig sem kostuðu alls 25 dollara. Árvökull starfsmaður stöðvaði þau og var lögreglan kölluð á vettvang. Parið skilaði vörunum og var tekin skýrsla af þeim.

Parið kallaði svo í sömu lögreglumenn á bílaplani fyrir utan verslunina þegar í ljós kom að þjófur hafði brotist inn í bílinn þeirra og stolið þaðan hljómtækjum á meðan þau voru gripin glóðvolg í versluninni.

Þjófurinn sem komst undan græddi 60 dollara á innbrotinu. Því verður seint sagt að ferð parsins hafi verið til fjár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×