Erlent

Fjöldagröf fyrir fórnarlömb stormsins á Filippseyjum

Stjórnvöld á Filippseyjum hafa ákveðið að skipuleggja fjöldagreftrun á þeim sem fórust í hitabeltisstorminum sem reið yfir eyjuna Mindanao um helgina og flóðunum sem fylgdu í kjölfar hans.

Yfir 650 manns fórust og yfir 800 er enn saknað. Um 35.000 manns eru á vergangi og skortur er á helstu hjálpargögnum og nauðsynjum. Jafnframt er ljóst að gífurlegt eignatjón hefur orðið.

Yfirvöld á Filippseyjum hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að vara íbúa Mindanao ekki við storminum í tæka tíð en frekar sjaldgæft er að stormur af þessum styrkleika ríði yfir suðurhluta Filippseyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×