Erlent

Áhöfninni á togaranum Spörtu tókst að stöðva lekann

Áhöfn rússneska togarans Sparta er enn í verulegri hættu þar sem togarinn situr fastur í hafís í Ross hafinu undan íshellunni við Suðurskautið.

Skipverjum tókst að stöðva lekann í togaranum um helgina en hafís risti á hann 30 sentimetra rifu undir sjávarlínu á föstudag í síðustu viku. Um tíma var hallinn á togaranum 13 gráður og hluti af áhöfninni kominn í björgunarbáta.

Hinsvegar tókst Herkúlesvél frá nýsjálenska flughernum að kasta dælum og eldsneyti niður til togarans á laugardag og hefur áhöfnfin nú við að dæla sjó úr lestum togarans.

Ísbrjótur er á leið til Spörtu og reiknað er með að hann nái til togarans í lok þessarar viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×