Erlent

Fangaskiptum Ísraelsmanna og Hamas lokið

Seinnihluti fangaskipta Ísraels og Hamas samtakanna hefur staðið yfir alla helgina.

Alls hafa Ísraelsmenn látið lausa 550 palenstínska fanga en áður, eða fyrir tveimur mánuðum höfðu 477 verið leystir úr haldi í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Sjalit.

Flestir þeirra sem sleppt var um helgina voru fluttir að landamærunum við Jórdaníu en tugir manna voru fluttir beint á Gaza svæðið eða til Austur Jerúsalem. Fangaflutningum þessum lauk í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×