Erlent

Ný kista undir líkamsleifar Simon Bolivar

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur afhjúpað nýja líkkistu sem framvegis um geyma líkamsleifar frelsishetjunnar Simon Bolivar en hann lést árið 1830. Hin nýja kista er úr maghoní og skeytt með demöntum, perlum og gulli.

Chavez, sem oft líkir samfélagsbyltingu sinni við baráttu Bolivars á sínum tíma, segir að andi Bolivars lifi með öllum mönnum.

Áður en líkamsleifum Bolivars var komið fyrir í hinni nýju kistu voru þær rannsakaðar af sérfræðingum. Sú rannsókn leiddi í ljós að Bolivar var ekki gefið inn eitur áður en hann lést úr berklum eins og sumir sagnfræðingar hafa haldið fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×