Erlent

Mótmælin í Kaíró halda áfram

Mynd/AP
Að minnsta kosti einn hefur látið lífið Í Kaíró höfuðborg Egyptalands í dag í átökum á milli mótmælenda og stjórnarhersins í landinu. Aukin harka hefur færst í mótmælin síðustu daga og frá því á föstudag hafa tólf fallið í átökunum. Öryggissveitir stjórnvalda ruddust inn á Frelsistorgið í miðborginni fyrir dögun og ruddu torgið.

Mótmælendur börðust hatrammlega gegn þeim og nokkru síðar höfðu þeir náð því aftur á sitt vald. Forsvarsmenn hersins, sem fara með völdin í landinu, segja að mótmæli síðustu daga séu hugsuð til þess að raska jafnvæginu sem ríkt hafi í Egyptalandi.

Mótmælendur krefjast þess hinsvegar að herinn sleppi stjórnartaumunum og færi til lýðræðislega kjörinna valdhafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×