Erlent

Arctic Trucks kynnir eyðimerkurjeppa

Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks kynnir nú nýjan jeppa sem er sérhannaður fyrir sandauðnir Austurlanda nær. Á vefsíðu sjónvarpsþáttarins Top Gear má finna umfjöllun um þessa nýjustu afurð fyrirtækisins.

Stjórnendur Top Gear hafa áður notast við breytta jeppa frá Arctic Trucks. Þeir Jeremy Clarkson og James May óku á Norðurpólinn í sérhönnuðum Toyota Hilux. Clarkson ók síðan sama jeppa upp hlíðar Eyjafjallajökuls.

Nú einblínir Arctic Trucks á eyðimörkina og hefur hannað sérútbúna jeppa í samstarfi við fyrirtæki í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.

Hægt er að sjá kynningarmyndband Arctic Trucks í myndbandinu hér að ofan. Áhugasamir geta síðan lesið umfjöllun Top Gear hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×