Erlent

Tíu þúsund lögreglumenn sóttu jarðarför fallins félaga

Frá jarðarförinni.
Frá jarðarförinni. mynd/GETTY
Rúmlega tíu þúsund lögreglumenn sóttu jarðarför fallins félaga síns í New York í gær. Lögreglumaðurinn Peter Figoski lést síðastliðinn mánudag eftir að hafa verið skotinn í höfuðið.

Lögreglumennirnir komu saman við Sankti Jósefs kirkjuna í New York og vottuðu Figoski og fjölskyldu hans virðingu sína.

Figoski lést í skotbardaga við ræningja í Brooklyn. Ræningjarnir náðust og hafa verið ákærðir.

Hægt er að lesa ítarlega umfjöllun um jarðarförina og aðdraganda hennar á vefsíðu The Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×