Erlent

Páfinn sleppur við sekt í Þýskalandi

Benedikt sextándi páfi mun sleppa við að greiða sekt vegna umferðarlagabrots sem hann framdi í Þýskalandi þegar hann heimsótti landið í september. Þar á bæ eru skýrar reglur um að menni verði að vera með öryggisbelti þegar þeir aka um í bíl en páfi klikkaði á því þegar hann rúntaði framhjá þúsundum manna í sérsmíðaða bílnum sem gengur oft undir nafninu „popemobile“.

Lögfræðingur einn tók málið upp á sína arma og lagði inn kæru vegna málsins. Það stefndi því í vandræðamál fyrir páfann en nú hafa yfirvöld hoggið á hnútinn og gefið út að engin sekt verði lögð á leiðtoga kaþólskra. Í ljósi þess að öll umferð var stöðvuð á þeim götum sem páfi fór um segja yfirvöld að venjuleg umferðarlög hafi ekki verið í gildi. Því hafi hann mátt sleppa beltinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×