Viðskipti innlent

Fá 364 þúsund krónur í launauppbót frá Samherja

Fiskvinnslufólk hjá Samherja þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum þessi jólin.
Fiskvinnslufólk hjá Samherja þurfa ekki að hafa áhyggjur af peningum þessi jólin.
Samherji hf. greiðir starfsfólki sínu í landi 300 þúsund króna launauppbót nú í desember, til viðbótar umsaminni 64 þúsund króna desemberuppbót. Þetta kemur fram á heimasíðu Samherja.

Þar segir að Samherji tvöfaldaði jafnframt orlofsuppbót starfsmanna í maí og greiðir því 360 þúsund krónur á hvern starfsmann umfram kjarasamninga á árinu.

Starfsmenn sem njóta þessarar  launauppbótar nú eru um 450 talsins. Þeim fjölgaði um 150 á árinu við kaup Samherja  á Útgerðarfélagi Akureyringa.

”Rekstur félagsins hefur gengið vel og starfsmenn hafa skilað afburða góðu verki,” segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á vef Samherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×