FIA staðfesti að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá 2012 7. desember 2011 16:02 Fyrsta Formúlu 1 mótið á næsta ári verður í Melbourne í Ástralíu. Sebastian Vettel vann mótið í Melbourne á Red Bull á þessu keppnistímabili og kemur hér fyrstur í endamark í mótinu. MYND: Getty Images/ Robert Cianflone FIA, alþjóðabílasambandið staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá á næsta ári og verður væntanlega nýtt mótssvæði tekið í notkun í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að bygging brautarinnar i Bandaríkjunum fari í gang á ný, en hún hafði verið stöðvuð, eftir að samningar um mósthaldið lentu í hnút. Það mál virðist nú leyst samkvæmt fréttinni og mótið í Bandaríkjunum var staðfest á mótaskrá FIA í dag. Mót sem átti að vera í Barein í upphafi þessa keppnistímabils var fellt út vegna ástandsins sem var í landinu, en mót í Barein er á dagskrá FIA á ný á næsta ári. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 18. mars og viku síðar verður keppt í Malasíu. Fyrstu fjóra mánuði keppnistímabilsins fara tvö mót fram í mánuði, en þrjú mót verða í júlí. Ekki verður keppt í ágúst, en þrjú mót verða á mánuði í september, október og nóvember. Nýja mótssvæðið i Texas í Bandaríkjunum verður samkvæmt dagskrá FIA notað í keppni þann 18. nóvember, en lokamót ársins á að fara fram 25. nóvember í Brasilíu. Mótaskráin 2012 18. mars, Ástralía 25. mars, Malasía 15. apríl, Kína 22. apríl, Barein 13. maí, Spánn 27. maí, Mónakó 10. júní, Kanada 24. júní, Evrópa 8. júlí, Bretland 22. júlí, Þýskaland 29. júlí, Ungverjaland 2. september, Belgía 9. september, Ítalía 23. september, Singapúr 7. október, Japan 14. október, Suður Kórea 28. október, Indland 4. nóvember, Abú Dabí 18. nóvember, Bandaríkin 25. nóvember, Brasilía Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
FIA, alþjóðabílasambandið staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá á næsta ári og verður væntanlega nýtt mótssvæði tekið í notkun í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að bygging brautarinnar i Bandaríkjunum fari í gang á ný, en hún hafði verið stöðvuð, eftir að samningar um mósthaldið lentu í hnút. Það mál virðist nú leyst samkvæmt fréttinni og mótið í Bandaríkjunum var staðfest á mótaskrá FIA í dag. Mót sem átti að vera í Barein í upphafi þessa keppnistímabils var fellt út vegna ástandsins sem var í landinu, en mót í Barein er á dagskrá FIA á ný á næsta ári. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 18. mars og viku síðar verður keppt í Malasíu. Fyrstu fjóra mánuði keppnistímabilsins fara tvö mót fram í mánuði, en þrjú mót verða í júlí. Ekki verður keppt í ágúst, en þrjú mót verða á mánuði í september, október og nóvember. Nýja mótssvæðið i Texas í Bandaríkjunum verður samkvæmt dagskrá FIA notað í keppni þann 18. nóvember, en lokamót ársins á að fara fram 25. nóvember í Brasilíu. Mótaskráin 2012 18. mars, Ástralía 25. mars, Malasía 15. apríl, Kína 22. apríl, Barein 13. maí, Spánn 27. maí, Mónakó 10. júní, Kanada 24. júní, Evrópa 8. júlí, Bretland 22. júlí, Þýskaland 29. júlí, Ungverjaland 2. september, Belgía 9. september, Ítalía 23. september, Singapúr 7. október, Japan 14. október, Suður Kórea 28. október, Indland 4. nóvember, Abú Dabí 18. nóvember, Bandaríkin 25. nóvember, Brasilía
Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira