Rólegt er yfir mörkuðum í Evrópu þennan morguninn en hækkanir eru á flestum þeirra.
Þannig hefur FTSE vísitalan í London hækkað um tæpt prósent en bæði Dax í Frankfurt og Cac 40 í París hafa hækkað um tæplega hálft prósent. Sennilega bíða menn eftir niðurstöðu leiðtogafundar Evrópusambandsins sem hefst í dag.
Það var einnig rólegt á Asíumörkuðum í nótt þar sem bæði Nikkei vísitalan í Tókýó og Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkuðu um tæplega 0,7%.
