Handbolti

Ólafur Stefánsson fór létt með dönskuna í viðtali á heimasíðu AG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson talar við þjálfarann Magnus Andersson.
Ólafur Stefánsson talar við þjálfarann Magnus Andersson. Mynd/Heimasíða AG
Ólafur Stefánsson var í sviðsljósinu eftir 30-29 sigur AG liðsins á spænska liðinu Adeamar Leon í Meistaradeildinni en hann skoraði 6 mörk í sínum fyrsta heimaleik og var valinn maður leiksins.

Ólafur var meðal annars tekinn í viðtal fyrir heimasíðu AG og fór það fram á dönsku. Ólafur fór létt með að svara spurningunum á dönsku (með smá ensku slettum) en það má sjá viðtalið með því að smella hér.

Ólafur talar þar um það hversu ánægjulegt það er að vera kominn aftur til baka eftir hnémeiðslin sem héldu honum frá æfingum og keppni fyrstu þrjá mánuði tímabilsins. Hann lýsir líka þakklæti sínu fyrir þolinmæðina sem allir í AG hafa sýnt honum á meðan að hann var að vinna sig upp úr meiðslunum.

Einnig er hægt að sjá viðtalið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×