Hrafnhildur: Svakalega mikilvægt að fá þessa leiki á móti Tékkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2011 07:00 Hrafnhildur Skúladóttir í hópi landsliðskvenna. Mynd/Anton Hrafnhildur Skúladóttir hefur tekið við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta sem er á leiðinni á HM í Brasilíu í næstu viku. Hrafnhildur mun leiða íslenska liðið út á völlinn í kvöld þegar liðið mætir Tékklandi í vináttulandsleik í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Æfingarnar eru búnar að nýtast mjög vel. Við erum búnar að fara vel yfir sókn og vel yfir vörn. Mér finnst við líta mun betur út en við gerðum á móti Úkraínu. Við vorum skelfilegar á móti Úkraínu og vorum ekkert í standi. Deildin var varla byrjuð hérna heima og við vorum ekki komnar í almennilegt spilform," sagði Hrafnhildur og vísar þá í leik á móti Úkraínu í undankeppni EM sem tapaðist í Laugardalshöllinni. „Það er svakalega mikilvægt að fá þessa leiki á móti Tékkum. Við ætlum klárlega að nýta þá leiki mjög vel og fá góða spilaæfingu," segir Hrafnhildur en tékkneska liðið er sterk og vann það íslenska með þremur mörkum í æfingaleik í Póllandi í haust. Íslenska landsliðið er á leiðinni á HM í Brasilíu en þetta er í fyrsta sinn íslensk kvennalandslið kemst inn á Heimsmeistaramót. „Ég byrjaði sjálf í landsliðinu fyrir fjórtán árum og það er búinn að vera draumurinn að komast á svona stórt mót. Þetta er frábært," segir Hrafnhildur en viðurkennir fúslega að riðill íslenska liðsins er mjög erfiður. „Það er ekki nóg með það að við erum óheppnar með riðil þá erum við líka óheppnar með krossriðilinn ef við komust í sextán liða úrslitin. Við hefðum labbað í gegnum þennan D-riðil til dæmis," sagði Hrafnhildur í léttum tón en í D-riðlinum eru Svíþjóð, Danmörk, Króatía, Argentína, Fílabeinsströndin og Úrúgvæ. Ísland er í riðli með Noregi, Svartfjallalandi, Þýskalandi, Angóla og Kína. „Við fáum kannski bara meira út úr þessu og betri og erfiðari leiki. Það sem skiptir máli fyrir okkur er að við berjumst eins og ljón með íslenska hjartanu og göngur sáttar af velli eftir að hafa gert allt okkar. Þá held ég að allir verði sáttir bæði við og þeir sem horfa á okkur. Ég hef trú á þessum hóp því þetta er flottur hópur. Við ætlum að bera höfuðið hátt og koma hátt með það heim líka," segir Hrafnhildur. Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir hefur tekið við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta sem er á leiðinni á HM í Brasilíu í næstu viku. Hrafnhildur mun leiða íslenska liðið út á völlinn í kvöld þegar liðið mætir Tékklandi í vináttulandsleik í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.30. „Æfingarnar eru búnar að nýtast mjög vel. Við erum búnar að fara vel yfir sókn og vel yfir vörn. Mér finnst við líta mun betur út en við gerðum á móti Úkraínu. Við vorum skelfilegar á móti Úkraínu og vorum ekkert í standi. Deildin var varla byrjuð hérna heima og við vorum ekki komnar í almennilegt spilform," sagði Hrafnhildur og vísar þá í leik á móti Úkraínu í undankeppni EM sem tapaðist í Laugardalshöllinni. „Það er svakalega mikilvægt að fá þessa leiki á móti Tékkum. Við ætlum klárlega að nýta þá leiki mjög vel og fá góða spilaæfingu," segir Hrafnhildur en tékkneska liðið er sterk og vann það íslenska með þremur mörkum í æfingaleik í Póllandi í haust. Íslenska landsliðið er á leiðinni á HM í Brasilíu en þetta er í fyrsta sinn íslensk kvennalandslið kemst inn á Heimsmeistaramót. „Ég byrjaði sjálf í landsliðinu fyrir fjórtán árum og það er búinn að vera draumurinn að komast á svona stórt mót. Þetta er frábært," segir Hrafnhildur en viðurkennir fúslega að riðill íslenska liðsins er mjög erfiður. „Það er ekki nóg með það að við erum óheppnar með riðil þá erum við líka óheppnar með krossriðilinn ef við komust í sextán liða úrslitin. Við hefðum labbað í gegnum þennan D-riðil til dæmis," sagði Hrafnhildur í léttum tón en í D-riðlinum eru Svíþjóð, Danmörk, Króatía, Argentína, Fílabeinsströndin og Úrúgvæ. Ísland er í riðli með Noregi, Svartfjallalandi, Þýskalandi, Angóla og Kína. „Við fáum kannski bara meira út úr þessu og betri og erfiðari leiki. Það sem skiptir máli fyrir okkur er að við berjumst eins og ljón með íslenska hjartanu og göngur sáttar af velli eftir að hafa gert allt okkar. Þá held ég að allir verði sáttir bæði við og þeir sem horfa á okkur. Ég hef trú á þessum hóp því þetta er flottur hópur. Við ætlum að bera höfuðið hátt og koma hátt með það heim líka," segir Hrafnhildur.
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira