Viðskipti innlent

Jóhanna Sigurðardóttir: Ákvörðun Ögmundar vonbrigði

„Þessi ákvörðun er tekin út frá mjög þröngri lagatúlkun," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo um leyfi til þess að kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin veldur henni vonbrigðum.

Hún segir það án vafa stjórnskipulega á forræði ráðherrans um að taka þessa ákvörðun. Þá bar hann ákvörðun sína ekki undir ríkisstjórn áður en hún var kynnt á fundi stjórnarinnar í morgun.

„Ég ætla ekki að draga í efa að þetta sé rétt, en það má finna skiptar skoðanir hjá lögræðingum um málið," segir Jóhanna. „Ákvörðunin veldur mér vonbrigðum," bætir hún við.

Hún segir fleiri fjárfestingatækifæri til staðar og vonast til þess að Nubo nýti þau tækifæri. Hún bendir á að málið líti einkennilega út, þá sérstaklega ef Nubo hefði verið búsettur innan EES svæðisins, þá hefði málið ekki verið í þessum farvegi.

Spurð hvort ákvörðun Ögmundar séu neikvæð skilaboð til annarra erlendra fjárfesta svarar Jóhanna því til að hún vilji ekki setja ákvörðun hans í samhengi við það.

Hún áréttar þó að það sé vilji til þess að finna aðrar leiðir svo Nubo geti fjárfest hér á landi.


Tengdar fréttir

Ögmundur hafnaði Nubo

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, neitaði að Huang Nubo að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hann tilkynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í dag.

Fundað um Nubo á ríkisstjórnarfundi

Ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir í stjórnarráðshúsinu en meðal málefna sem eru á dagskrá, samkvæmt heimildum fréttastofu, er umsókn Kínverjans Huangs Nubo um undaþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna vegna fjárfestingar á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.

Talsmaður Nubo: Maður er eiginlega bara undrandi

"Þetta eru vissulega vonbrigði," segir Halldór Jóhannsson, arkitekt og talsmaður Huang Nubos, um ákvörðun innanríkisráðherra að neita eignarhaldsfélagi Nubo að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum.

Brjáluð ákvörðun - það er verið að girða landið af og loka því

"Þetta er brjáluð ákvörðun,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar á Norðausturkjördæmi, um ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja Huang Nubo leyfi til þess að kaupa landið á Grímsstöðum á Fjöllum, sem er einmitt í kjördæmi Sigmundar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×